Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
ngunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað.
ngunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. júlí 2023

Ný sæðingastöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, hafa opnað sæðingastöð fyrir hross á Syðri- Völlum rétt við Hvammstanga.

Þau segjast leitast við að bjóða upp á sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert. Einnig eru þau með stóðhesta á staðnum í sæðingum. Stöðin er opin í júní og júlí.

Allar merar þarf að ómskoða oft til að tímasetja egglos sem og staðfesta fang.

Ingunn og Pálmi stunda hrossarækt og vissu að eftirspurn væri eftir slíkri þjónustu á Norðurlandi. „Við höfum verið að fækka okkar hrossum og erum með mikið land sem við vildum nýta betur. Til að komast í að halda undir bestu og vinsælustu hestana voru sæðingar auðveldasta leiðin. Einnig vorum við að hugsa til framtíðar þar sem alltaf er að verða algengara að vinsælir, góðir stóðhestar séu í sæðingum og vildum við því geta boðið upp á þjónustu við hryssur og stóðhesta. Við erum með kjöraðstæður, með mikla og góða haga með rennandi fersku vatni í öllum hólfum. Dýralæknir er á staðnum allan sólarhringinn og mikið og gott eftirlit er með hrossunum,“ segir Ingunn.

Ingunn sér um allt sem við kemur sónarskoðunum, sæðingum og vinnslu á sæðinu en Pálmi sér um allt umstang með merar og stóðhesta.

„Fyrir hryssueigendur viljum við leitast við að geta boðið upp á að fá sent sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert, sem verið er að taka sæði úr hverju sinni. Mikið og gott eftirlit er með aðbúnaði mera og folalda. Stóðhesteigendum getum við boðið upp á að vera með hesta hér í sæðingum og einnig að sæða með þeirra hestum með aðsendu kældu sæði,“ segir Ingunn.

Þekktir stóðhestar

Hægt verður að fá sæði úr nokkrum þekktum stóðhestum hjá Ingunni og Pálma í ár.

„Þeir sem standa til boða eru Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Fróði frá Flugumýri, Hrannar frá Flugumýri og Skýr frá Skálakoti. Okkar stóðhestur, Brynjar frá Syðri-Völlum, stendur einnig til boða. Þeir hestar sem verða staðsettir hér á Syðri-Völlum verða kynntir síðar,“ segir Pálmi og bætir við:

„Sumarið leggst mjög vel í okkur og erum við spennt að geta boði hryssueigendum upp á þann möguleika að geta nýtt sér þessa þjónustu hjá okkur. Pantanir fara vel af stað þó svo að við höfum enn þá ekki verið mikið að auglýsa.“

Skylt efni: sæðingarstöðvar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...