Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný reglugerð um velferð hrossa gefin út
Fréttir 20. október 2014

Ný reglugerð um velferð hrossa gefin út

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um velferð hrossa - sem byggð er á nýjum lögum um velferð dýra, auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Eldri reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa fellur þar með úr gildi.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði hrossa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Í anda hinna nýju laga um dýravelferð sé þannig sérstaklega tekið fram að leitast skuli við að hross geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Þá er undirstrikað að reglugerðin tilgreini lágmarkskröfur um einstök atriði.

Í tilkynningunni frá MAST segir ennfremur: „Meðal nýmæla má nefna að tiltekin atvinnustarfsemi sem og stórmót eru nú tilkynningaskyld til Matvælastofnunar þó enn gildi sú meginregla að sömu kröfur eru gerðar til allra hrossa um meðferð, umsjá og aðbúnað.

Bannað er að beita hross harðýðgi eða annarri illri meðferð. Harðýðgi er skilgreint sem gróf valdbeiting, svo sem barsmíðar en einnig fellur undir það að þrengja að blóðrás til heila (hengja), snúa hross niður á eyrum, uppgefa hross eða gefa þeim rafstuð. Þá er kveðið á um að ekki megi nota búnað eða aðferðir við tamningu, þjálfun, keppni eða sýningar sem valda hrossum skaða eða óþarfa ótta. Þannig er óheimilt að þvinga hross í höfuðburð með búnaði sem gefur ekki eftir eða  uppgefa hross með þvingunum. Notkun á mélum með tunguboga og vogarafli er bönnuð í hvers kyns keppni og sýningum. Eins og áður er skýrt kveðið á um að aðeins megi nota heilbrigð hross í góðri þjálfun til keppni eða sýninga.

Í reglugerðinni eru ákvæði um aðgerðir á hrossum sem aðeins má framkvæma af læknisfræðilegum ástæðum og á það m.a. við um tannraspanir. Sársaukafullar aðgerðir má aðeins framkvæma með tilhlýðilegri deyfingu eða svæfingu. Einnig er kveðið á um hvernig megi aflífa hross.
Við mat á fóðrun hrossa er áfram byggt á holdastigun. Eigendur eða umsjónarmenn hrossa bera ábyrgð á að þau séu í hæfilegum holdum miðað við notkun og árstíma. Skýrt er kveðið á um að holdastig undir 2 (horaður), teljist til illrar meðferðar. Einnig skal koma í veg fyrir að hross verði of feit vegna aukinnar sjúkdómahættu. Ekki er heimilt að svelta hross til að ná því markmiði.

Kröfur um aðbúnað hrossa taka mið af félagslegum og líkamlegum þörfum þeirra, slysavörnum og smitvörnum. Ekki er um miklar breytingar að ræða frá fyrri reglugerð en helst má nefna að hesthús framtíðarinnar verða alla jafna með stærri útigerði. Eins og áður verður bannað að halda hross á básum. Þá er aukin áhersla á smitvarnir í hesthúsum, þjálfunarstöðvum og á stórmótum.“

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...