Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný reglugerð um plöntuverndarvörur
Fréttir 30. júní 2015

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið.

Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.


Til plöntuverndarvara teljast efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju svo sem plöntulyf (skordýraeyðar/sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni. Plöntuverndarvörur eru notaðar við ræktun á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. Stýriefni eru notuð til að hafa áhrif á vöxt og viðgang ákveðinna skrautplantna og fáeinna tegunda matvæla, t.d. til að örva rótarmyndun hjá græðlingum og til að varna ótímabærri spírun kartaflna svo að geymsluþol þeirra aukist.

Með reglugerðinni eru reglur um markaðssetningu plöntuverndarvara samræmdar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og Ísland verður fullgildur aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan EES-svæðisins. Meðal helstu áhrifa reglugerðarinnar má nefna að hér á landi verður eingöngu heimilt að setja á markað plöntuverndarvörur, sem hafa farið í gegnum strangt áhættumat og fengið markaðsleyfi. Má ætla að með þessu verði aðgangur að plöntuverndarvörum greiðari hér á landi en undanfarin ár og á reglugerðin þannig að tryggja að framleiðendur í landbúnaði hafi aðgang að bestu fáanlegu lausnum til að beita við plöntuvernd þegar þörf er á notkun þessara efna.

Reglugerðin innleiðir í íslenskan rétt reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og ESB gerða tengdum henni, í samræmi við EES-samninginn.

Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...