Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný reglugerð um plöntuverndarvörur
Fréttir 30. júní 2015

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið.

Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.


Til plöntuverndarvara teljast efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju svo sem plöntulyf (skordýraeyðar/sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni. Plöntuverndarvörur eru notaðar við ræktun á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. Stýriefni eru notuð til að hafa áhrif á vöxt og viðgang ákveðinna skrautplantna og fáeinna tegunda matvæla, t.d. til að örva rótarmyndun hjá græðlingum og til að varna ótímabærri spírun kartaflna svo að geymsluþol þeirra aukist.

Með reglugerðinni eru reglur um markaðssetningu plöntuverndarvara samræmdar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og Ísland verður fullgildur aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan EES-svæðisins. Meðal helstu áhrifa reglugerðarinnar má nefna að hér á landi verður eingöngu heimilt að setja á markað plöntuverndarvörur, sem hafa farið í gegnum strangt áhættumat og fengið markaðsleyfi. Má ætla að með þessu verði aðgangur að plöntuverndarvörum greiðari hér á landi en undanfarin ár og á reglugerðin þannig að tryggja að framleiðendur í landbúnaði hafi aðgang að bestu fáanlegu lausnum til að beita við plöntuvernd þegar þörf er á notkun þessara efna.

Reglugerðin innleiðir í íslenskan rétt reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og ESB gerða tengdum henni, í samræmi við EES-samninginn.

Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur

 

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...