Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd
Fréttir 15. desember 2014

Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  fyrir skömmu reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar.

Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla. 

Í reglugerðinni er fjallað um almennar meginreglur, kröfur og skyldur er varða matvælaupplýsingar, einkum merkingar matvæla. Meðal breytinga sem gerðar eru á núgildandi reglum má nefna að kröfur eru gerðar um betri læsileika á umbúðum, skýrari reglur um upplýsingagjöf um ofnæmisvalda í matvælum, kröfur um tilteknar næringarupplýsingar á forpökkuðum matvælum og kröfur um upprunamerkingar á kjöti.

Reglugerðin gildir um stjórnendur matvælafyrirtækja á öllum stigum matvælaferlisins þegar starfsemi þeirra varðar miðlun matvælaupplýsinga til neytenda. Hún gildir um öll matvæli sem ætluð eru lokaneytendum, þ.m.t. matvæli sem stóreldhús afgreiða og matvæli sem ætluð eru fyrir stóreldhús.

Reglugerðin mun taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Matvæli sem sett eru á markað eða merkt fyrir 13. maí 2015 og eru merkt í samræmi við núgildandi reglugerðir og uppfylla ekki kröfur nýju reglugerðarinnar, má setja á markað á meðan birgðir endast.

Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...