Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd
Fréttir 15. desember 2014

Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  fyrir skömmu reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar.

Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla. 

Í reglugerðinni er fjallað um almennar meginreglur, kröfur og skyldur er varða matvælaupplýsingar, einkum merkingar matvæla. Meðal breytinga sem gerðar eru á núgildandi reglum má nefna að kröfur eru gerðar um betri læsileika á umbúðum, skýrari reglur um upplýsingagjöf um ofnæmisvalda í matvælum, kröfur um tilteknar næringarupplýsingar á forpökkuðum matvælum og kröfur um upprunamerkingar á kjöti.

Reglugerðin gildir um stjórnendur matvælafyrirtækja á öllum stigum matvælaferlisins þegar starfsemi þeirra varðar miðlun matvælaupplýsinga til neytenda. Hún gildir um öll matvæli sem ætluð eru lokaneytendum, þ.m.t. matvæli sem stóreldhús afgreiða og matvæli sem ætluð eru fyrir stóreldhús.

Reglugerðin mun taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Matvæli sem sett eru á markað eða merkt fyrir 13. maí 2015 og eru merkt í samræmi við núgildandi reglugerðir og uppfylla ekki kröfur nýju reglugerðarinnar, má setja á markað á meðan birgðir endast.

Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...