Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd
Fréttir 15. desember 2014

Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  fyrir skömmu reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar.

Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla. 

Í reglugerðinni er fjallað um almennar meginreglur, kröfur og skyldur er varða matvælaupplýsingar, einkum merkingar matvæla. Meðal breytinga sem gerðar eru á núgildandi reglum má nefna að kröfur eru gerðar um betri læsileika á umbúðum, skýrari reglur um upplýsingagjöf um ofnæmisvalda í matvælum, kröfur um tilteknar næringarupplýsingar á forpökkuðum matvælum og kröfur um upprunamerkingar á kjöti.

Reglugerðin gildir um stjórnendur matvælafyrirtækja á öllum stigum matvælaferlisins þegar starfsemi þeirra varðar miðlun matvælaupplýsinga til neytenda. Hún gildir um öll matvæli sem ætluð eru lokaneytendum, þ.m.t. matvæli sem stóreldhús afgreiða og matvæli sem ætluð eru fyrir stóreldhús.

Reglugerðin mun taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Matvæli sem sett eru á markað eða merkt fyrir 13. maí 2015 og eru merkt í samræmi við núgildandi reglugerðir og uppfylla ekki kröfur nýju reglugerðarinnar, má setja á markað á meðan birgðir endast.

Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...