Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu
Fréttir 7. október 2015

Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Höfundur: Matvælastofnun
Matvælastofnun hefur sent sauðfjárbændum bréf til að vekja athygli á að þann 18. júní 2015 tók gildi ný reglugerð nr. 536/2015 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. 
 
Með útgáfu reglugerðarinnar voru gerðar talsverðar breytingar á ákvæðum fyrri reglugerðar sem lúta að efnislegum kröfum landbótaáætlana. Breyting á ofangreindum ákvæðum reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu hefur áhrif á þær landbótaáætlanir sem unnar höfðu verið á grundvelli fyrri reglugerðar og ekki töldust uppfylla ákvæði um ástandsflokkun lands samkvæmt umsögn Landgræðslu ríkisins.
 
Helstu breytingar sem nýja reglugerðin felur í sér: 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Matvælastofnun veitt heimild til þess að staðfesta landbótaáætlanir þótt viðmið um ástand lands náist ekki í lok gildistíma, að uppfylltu skilyrði um að dregið sé úr beitarálagi. 
 
Ef við gerð landbótaáætlunar er ljóst að viðmið um ástand lands næst ekki á gildistíma áætlunar skulu ítarlegar upplýsingar um með hvaða hætti verði dregið úr beitarálagi fylgja viðkomandi landbótaáætlun, svo sem, með fækkun fjár, aðgangi að öðru beitarlandi og styttri beitartíma og hvernig komið er í veg fyrir beit á landi í ástandsflokki 5. 
 
Þær landbótaáætlanir sem gerðar voru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu skulu uppfærðar í samræmi við efni reglugerðar þessarar. Núgildandi landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1. mars 2016. 
 
Vinnu við gerð og uppfærslu landbóta­áætlana í samræmi við kröfur reglugerðarinnar skal lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Landgræðslunni veitt heimild til þess að aðstoða framleiðendur við gerð landbótaáætlana og áritar Landgræðslan þær landbótaáætlanir sem unnar eru í samstarfi við stofnunina. Aðrar landbóta­áætlanir mun Matvælastofnun senda til umsagnar til Landgræðslu ríkisins. 
 
Í stuttu máli þýða breytingarnar að uppfæra þarf landbótaáætlanir þannig að þær falli að þeim kröfum sem gerðar eru með nýrri reglugerð og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Matvælastofnun vill hvetja framleiðendur til að nýta sér þann möguleika að leita til Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana. 
Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...