Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu
Fréttir 7. október 2015

Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Höfundur: Matvælastofnun
Matvælastofnun hefur sent sauðfjárbændum bréf til að vekja athygli á að þann 18. júní 2015 tók gildi ný reglugerð nr. 536/2015 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. 
 
Með útgáfu reglugerðarinnar voru gerðar talsverðar breytingar á ákvæðum fyrri reglugerðar sem lúta að efnislegum kröfum landbótaáætlana. Breyting á ofangreindum ákvæðum reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu hefur áhrif á þær landbótaáætlanir sem unnar höfðu verið á grundvelli fyrri reglugerðar og ekki töldust uppfylla ákvæði um ástandsflokkun lands samkvæmt umsögn Landgræðslu ríkisins.
 
Helstu breytingar sem nýja reglugerðin felur í sér: 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Matvælastofnun veitt heimild til þess að staðfesta landbótaáætlanir þótt viðmið um ástand lands náist ekki í lok gildistíma, að uppfylltu skilyrði um að dregið sé úr beitarálagi. 
 
Ef við gerð landbótaáætlunar er ljóst að viðmið um ástand lands næst ekki á gildistíma áætlunar skulu ítarlegar upplýsingar um með hvaða hætti verði dregið úr beitarálagi fylgja viðkomandi landbótaáætlun, svo sem, með fækkun fjár, aðgangi að öðru beitarlandi og styttri beitartíma og hvernig komið er í veg fyrir beit á landi í ástandsflokki 5. 
 
Þær landbótaáætlanir sem gerðar voru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu skulu uppfærðar í samræmi við efni reglugerðar þessarar. Núgildandi landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1. mars 2016. 
 
Vinnu við gerð og uppfærslu landbóta­áætlana í samræmi við kröfur reglugerðarinnar skal lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Landgræðslunni veitt heimild til þess að aðstoða framleiðendur við gerð landbótaáætlana og áritar Landgræðslan þær landbótaáætlanir sem unnar eru í samstarfi við stofnunina. Aðrar landbóta­áætlanir mun Matvælastofnun senda til umsagnar til Landgræðslu ríkisins. 
 
Í stuttu máli þýða breytingarnar að uppfæra þarf landbótaáætlanir þannig að þær falli að þeim kröfum sem gerðar eru með nýrri reglugerð og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Matvælastofnun vill hvetja framleiðendur til að nýta sér þann möguleika að leita til Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana. 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...