Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Mynd / Austurfréttir
Fréttir 29. nóvember 2019

Ný hesthús í byggingu fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það er nokkuð líflegt í hesthúsa­hverfinu í Fossagerði við Egils­staði, þar er nú verið að reisa hesthús, en ekki hefur verið byggt hestahús á svæðinu síðan árið 2012. Í Fossagerði eru fyrir þrjú stór félagshús sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svo­nefndum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum Austurfrétt.
 
Hallgrímur Anton Frímannsson byggir nýja hesthúsið í Fossgerði, en það er frá Límtré Vírnet, 140 m2 og er teiknað sem 10 hesta hús. Stefnir hann á að taka hesta inn í nýja húsið fyrir þorra, þó svo að líkur séu á að húsið verði ekki fullbúið. Annað hesthús er á teikniborðinu í Fossgerði, en Guðmar Ragnar Stefánsson, sem á og rekur fyrirtækið Brúarsmiðir, hefur fengið lóð við hlið Hallgríms. Það hús verður væntanlega flutt inn af honum sjálfum, en hann hefur um nokkurt skeið flutt inn stálgrindahús frá Kína, þar af nokkur sem hýsa hross.
 
Fram kemur hjá Austurfrétt að hesthús rísi víðar en í Fossagerði, ábúendur á Stormi á Völlum, Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbac reistu hesthús á jörð sinni fyrir ári. Á Útnyrðingsstöðum á Völlum hafa þau Stefán Sveinsson og Daniela Gscheidel, hrossa- og ferðaþjónustubændur, reist 480 m2 reiðhöll, sem er fullbúin og komin í notkun. Þá eru tvö ný hesthús á Reyðarfirði, annað enn í byggingu. 

Skylt efni: hesthús

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...