Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Mynd / Austurfréttir
Fréttir 29. nóvember 2019

Ný hesthús í byggingu fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það er nokkuð líflegt í hesthúsa­hverfinu í Fossagerði við Egils­staði, þar er nú verið að reisa hesthús, en ekki hefur verið byggt hestahús á svæðinu síðan árið 2012. Í Fossagerði eru fyrir þrjú stór félagshús sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svo­nefndum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum Austurfrétt.
 
Hallgrímur Anton Frímannsson byggir nýja hesthúsið í Fossgerði, en það er frá Límtré Vírnet, 140 m2 og er teiknað sem 10 hesta hús. Stefnir hann á að taka hesta inn í nýja húsið fyrir þorra, þó svo að líkur séu á að húsið verði ekki fullbúið. Annað hesthús er á teikniborðinu í Fossgerði, en Guðmar Ragnar Stefánsson, sem á og rekur fyrirtækið Brúarsmiðir, hefur fengið lóð við hlið Hallgríms. Það hús verður væntanlega flutt inn af honum sjálfum, en hann hefur um nokkurt skeið flutt inn stálgrindahús frá Kína, þar af nokkur sem hýsa hross.
 
Fram kemur hjá Austurfrétt að hesthús rísi víðar en í Fossagerði, ábúendur á Stormi á Völlum, Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbac reistu hesthús á jörð sinni fyrir ári. Á Útnyrðingsstöðum á Völlum hafa þau Stefán Sveinsson og Daniela Gscheidel, hrossa- og ferðaþjónustubændur, reist 480 m2 reiðhöll, sem er fullbúin og komin í notkun. Þá eru tvö ný hesthús á Reyðarfirði, annað enn í byggingu. 

Skylt efni: hesthús

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...