Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Mynd / Austurfréttir
Fréttir 29. nóvember 2019

Ný hesthús í byggingu fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það er nokkuð líflegt í hesthúsa­hverfinu í Fossagerði við Egils­staði, þar er nú verið að reisa hesthús, en ekki hefur verið byggt hestahús á svæðinu síðan árið 2012. Í Fossagerði eru fyrir þrjú stór félagshús sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svo­nefndum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum Austurfrétt.
 
Hallgrímur Anton Frímannsson byggir nýja hesthúsið í Fossgerði, en það er frá Límtré Vírnet, 140 m2 og er teiknað sem 10 hesta hús. Stefnir hann á að taka hesta inn í nýja húsið fyrir þorra, þó svo að líkur séu á að húsið verði ekki fullbúið. Annað hesthús er á teikniborðinu í Fossgerði, en Guðmar Ragnar Stefánsson, sem á og rekur fyrirtækið Brúarsmiðir, hefur fengið lóð við hlið Hallgríms. Það hús verður væntanlega flutt inn af honum sjálfum, en hann hefur um nokkurt skeið flutt inn stálgrindahús frá Kína, þar af nokkur sem hýsa hross.
 
Fram kemur hjá Austurfrétt að hesthús rísi víðar en í Fossagerði, ábúendur á Stormi á Völlum, Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbac reistu hesthús á jörð sinni fyrir ári. Á Útnyrðingsstöðum á Völlum hafa þau Stefán Sveinsson og Daniela Gscheidel, hrossa- og ferðaþjónustubændur, reist 480 m2 reiðhöll, sem er fullbúin og komin í notkun. Þá eru tvö ný hesthús á Reyðarfirði, annað enn í byggingu. 

Skylt efni: hesthús

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...