Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd
Fréttir 24. október 2014

Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna við reglugerðir um velferð búfjár og gæludýra hefur verið í gangi í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá síðastliðnu vori. Í annað sinn eru komin fram drög að reglugerð um aðbúnað alifugla. Velbú, samtök um velferð dýra, og Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) gagnrýna einnig nýju drögin harkalega í umsögnum sínum.

Er sérstaklega fundið að því í athugasemdum Velbús að ekki sé byggt á þeim andblæ sem birtist í nýjum lögum um velferð dýra, sem tóku gildi í byrjun þessa árs. Þá er sérstaklega tiltekið í umsögnunum að samkvæmt nýjum drögum verði goggstýfing heimil á varpfuglum og er það nýtt frá núgildandi reglum – og því mótmæla Velbú og DÍS harðlega. Einnig eru gerðar athugasemdir um að heimildum um hámarks þéttleika við alifuglahald sé ekki breytt frá fyrri drögum, en í nýjum drögum er gert ráð fyrir heimild til aukins þéttleika í eldi alifugla. DÍS tiltekur einnig, þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur, að eitt og annað í nýjum drögum sé til bóta. Meðal annars sé til bóta að tillit hafi verið tekið til fyrri athugasemda um hámark hljóðmengunar, um styttingu tíma til að setja upp klóslípibúnað, um að endur og gæsir njóti örugglega lausagöngu og hafi aðgang að vatni til böðunar og loks að mæling á ammoníaki skuli vera í sömu hæð og fuglarnir sjálfir.

Fyrir skemmstu var útgefin reglugerð um velferð hrossa og gerir Matvælastofnun grein fyrir henni hér í blaðinu á blaðsíðu 46. Aðrar reglugerðir eru í vinnslu, en samkvæmt upplýsingum úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu eru reglugerðir um velferð nautgripa og velferð sauðfjár og geitfjár hvað lengst komnar.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...