Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd
Fréttir 24. október 2014

Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna við reglugerðir um velferð búfjár og gæludýra hefur verið í gangi í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá síðastliðnu vori. Í annað sinn eru komin fram drög að reglugerð um aðbúnað alifugla. Velbú, samtök um velferð dýra, og Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) gagnrýna einnig nýju drögin harkalega í umsögnum sínum.

Er sérstaklega fundið að því í athugasemdum Velbús að ekki sé byggt á þeim andblæ sem birtist í nýjum lögum um velferð dýra, sem tóku gildi í byrjun þessa árs. Þá er sérstaklega tiltekið í umsögnunum að samkvæmt nýjum drögum verði goggstýfing heimil á varpfuglum og er það nýtt frá núgildandi reglum – og því mótmæla Velbú og DÍS harðlega. Einnig eru gerðar athugasemdir um að heimildum um hámarks þéttleika við alifuglahald sé ekki breytt frá fyrri drögum, en í nýjum drögum er gert ráð fyrir heimild til aukins þéttleika í eldi alifugla. DÍS tiltekur einnig, þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur, að eitt og annað í nýjum drögum sé til bóta. Meðal annars sé til bóta að tillit hafi verið tekið til fyrri athugasemda um hámark hljóðmengunar, um styttingu tíma til að setja upp klóslípibúnað, um að endur og gæsir njóti örugglega lausagöngu og hafi aðgang að vatni til böðunar og loks að mæling á ammoníaki skuli vera í sömu hæð og fuglarnir sjálfir.

Fyrir skemmstu var útgefin reglugerð um velferð hrossa og gerir Matvælastofnun grein fyrir henni hér í blaðinu á blaðsíðu 46. Aðrar reglugerðir eru í vinnslu, en samkvæmt upplýsingum úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu eru reglugerðir um velferð nautgripa og velferð sauðfjár og geitfjár hvað lengst komnar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...