Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Mynd / Alejandro Salazar Villega
Fréttir 9. mars 2022

Ný búveðurstöð og gasgreinir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands fékk nýlega styrki til kaups á búveðurstöð og gasgreini. Tækin munu efla rannsóknir skólans á sviði jarðræktar og umhverfisvísinda.
Rannís úthlutaði samtals 537 milljónum króna úr Innviðasjóði í lok janúar, þar af tæpum 48 milljónum til tækjakaupa. Tveir styrkir komu í hlut Landbúnaðarháskóla Íslands.

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Hvanneyrarbúið hlaut styrk til uppsetningar á nýrri sjálfvirkri veðurstöð á Hvanneyri. Mun hún auka hagnýtingu rannsóknarmöguleika skólans auk þess að bæta veðurspár á Vesturlandi sem og vöktun veðurs og loftslagsbreytinga á Íslandi.

„Veðurstöðin mun bæta rannsóknir í jarðrækt umtalsvert, ekki aðeins með betri spám heldur með fjölþættari vöktun veðurs. Þar má til dæmis nefna áhrif hinna ýmsu veðurþátta á vetrarlifun fjölærra nytjajurta eða þroskaferil einærra tegunda,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Heildarkostnaður við veðurstöðina er áætlaður rúmar átta milljónir og verður komin í gagnið á þessu ári.

Mæla áhrif hlýnunar

Þá fékkst styrkur til kaupa á sérhæfðum færanlegum gasgreini til mælinga á metani. Tækið, sem heitir LI-7810 CH4/ CO2/H2O Trace Gas Analyzer, mun nýtast vel við ýmsar langtímarannsóknir sem nú þegar eru í gangi við skólann, eins og áhrif hlýnunar jarðvegs á hálendi Íslands sem og í votlendisrannsóknum.

Að sögn Alejandro Salazar Villegas, lektors hjá skólanum, mun tækið gera rannsakendum kleift að framkvæma fullkomnari kolefnisflæðismælingar víðs vegar um Ísland, meðal annars langtímaáhrif hlýnunar á mismun­andi tegundir óraskaðra vistkerfa.

Kostnaður við kaup á tækinu nemur tæpum 7 milljónum og vonast Alejandro til að hægt verði að fá tækið til landsins fyrir sumarið.

Stuðlar að betri skilningi á losun frá landbúnaði

„Kaup á þessu mælitæki er liður í eflingu náttúru- og umhverfisrannsókna við Landbúnaðarháskólann þar sem meðal annars eru skoðuð áhrif landnýtingar og búfjárhalds á loftslagið.

Í því sambandi má nefna að samstarfsverkefni við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kom nýlega að eflingu rannsókna á iðragerjun og losun gróðurhúsalofttegunda búfjár og verið er að koma upp öðrum skyldum mælitækjum sem eru sérhönnuð fyrir mælingar á gróðurhúsalofttegundum innahúss í því sambandi.

Efling á þessum sviðum mun því veita okkur betri skilning á raunverulegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar og búfjárhalds á Íslandi og stuðla að því að landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk þegar kemur að skulbindingum Íslands um að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...