Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Mynd / Alejandro Salazar Villega
Fréttir 9. mars 2022

Ný búveðurstöð og gasgreinir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands fékk nýlega styrki til kaups á búveðurstöð og gasgreini. Tækin munu efla rannsóknir skólans á sviði jarðræktar og umhverfisvísinda.
Rannís úthlutaði samtals 537 milljónum króna úr Innviðasjóði í lok janúar, þar af tæpum 48 milljónum til tækjakaupa. Tveir styrkir komu í hlut Landbúnaðarháskóla Íslands.

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Hvanneyrarbúið hlaut styrk til uppsetningar á nýrri sjálfvirkri veðurstöð á Hvanneyri. Mun hún auka hagnýtingu rannsóknarmöguleika skólans auk þess að bæta veðurspár á Vesturlandi sem og vöktun veðurs og loftslagsbreytinga á Íslandi.

„Veðurstöðin mun bæta rannsóknir í jarðrækt umtalsvert, ekki aðeins með betri spám heldur með fjölþættari vöktun veðurs. Þar má til dæmis nefna áhrif hinna ýmsu veðurþátta á vetrarlifun fjölærra nytjajurta eða þroskaferil einærra tegunda,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Heildarkostnaður við veðurstöðina er áætlaður rúmar átta milljónir og verður komin í gagnið á þessu ári.

Mæla áhrif hlýnunar

Þá fékkst styrkur til kaupa á sérhæfðum færanlegum gasgreini til mælinga á metani. Tækið, sem heitir LI-7810 CH4/ CO2/H2O Trace Gas Analyzer, mun nýtast vel við ýmsar langtímarannsóknir sem nú þegar eru í gangi við skólann, eins og áhrif hlýnunar jarðvegs á hálendi Íslands sem og í votlendisrannsóknum.

Að sögn Alejandro Salazar Villegas, lektors hjá skólanum, mun tækið gera rannsakendum kleift að framkvæma fullkomnari kolefnisflæðismælingar víðs vegar um Ísland, meðal annars langtímaáhrif hlýnunar á mismun­andi tegundir óraskaðra vistkerfa.

Kostnaður við kaup á tækinu nemur tæpum 7 milljónum og vonast Alejandro til að hægt verði að fá tækið til landsins fyrir sumarið.

Stuðlar að betri skilningi á losun frá landbúnaði

„Kaup á þessu mælitæki er liður í eflingu náttúru- og umhverfisrannsókna við Landbúnaðarháskólann þar sem meðal annars eru skoðuð áhrif landnýtingar og búfjárhalds á loftslagið.

Í því sambandi má nefna að samstarfsverkefni við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kom nýlega að eflingu rannsókna á iðragerjun og losun gróðurhúsalofttegunda búfjár og verið er að koma upp öðrum skyldum mælitækjum sem eru sérhönnuð fyrir mælingar á gróðurhúsalofttegundum innahúss í því sambandi.

Efling á þessum sviðum mun því veita okkur betri skilning á raunverulegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar og búfjárhalds á Íslandi og stuðla að því að landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk þegar kemur að skulbindingum Íslands um að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...