Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framkvæmdir við brúna yfir Múlakvísl.
Framkvæmdir við brúna yfir Múlakvísl.
Mynd / Vegagerðin.
Fréttir 6. ágúst 2014

Ný brú yfir Múlakvísl

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný brú yfir Múlakvísl var formlega opnuð 6. ágúst þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra klippti á borðann með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra.

Hlaup varð í Múlakvísl undir morgun laugardaginn 9. júlí 2011 og eyðilagði 130 m langa brú sem byggð var árið 1990 og rauf þar með Hringveginn. Samdægurs var hafist handa við undirbúning að smíði bráðbrigðabrúar en Vegagerðin á ávallt til reiðu efni í slíkar brýr. Á sjö dögum var byggð 156 metra löng einbreið bráðabrigðabrú. Opnað var fyrir umferð á hádegi laugardaginn 16. júlí.


Nýja brúin sem nú er tekin í notkun er 162 metra löng eftirspennt bitabrú í sex höfum og 10 m að breidd. Nýr vegur er um 2,2 kílómetrar að lengd og er breidd hans 8 metrar.

Brúargólfið á nýju brúnni er 2 metrum hærra en var á eldri brú og lágpunktar eru hafðir í veginum sitthvoru megin brúar til þess að flóð af þeirri stærðargráðu sem varð í júlí 2011, taki ekki af brúna en rjúfi þess í stað veginn. Í austanverðum farveginum ofan brúar voru byggðir um 5,6 kílómetra langir varnargarðar upp með ánni, þar af er 2,5 kílómetra ógrjótvarinn bakgarður með 11 grjótvörðum leiðigörðum. Tilgangur þessara garða er að beina ánni undir brúna og varna miklu jarðvegsrofi. Auk þessa eru 2 grjótvarðir varnargarðar ofar til að verjast rofi á bakkanum sem er þar allt að 10 metra hár og er eingöngu úr vikri frá Kötlu.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...