Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ný ákvæði um fyrirsvarsmann
Fréttir 2. janúar 2023

Ný ákvæði um fyrirsvarsmann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um áramótin tók í gildi breyting á jarðalögum sem felur í sér að nýr kafli með fjórum nýjum greinum er settur í lögin. Í breytingunum eru ákvæði um fyrirsvar um jarðir í sameign, ákvörðunnartöku og forkaupsrétt.

Hilmar Vilberg Gylfason, yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að í umfjöllun Bændasamtakanefndarinnar um lögin hafi meðal annars komið fram að mikilvægt væri að setja skýrara regluverk varðandi samskipti milli sameigenda á landi í sérstakri sameign, sem falla undir gildissvið laganna, varðandi ákvarðanatöku og fyrirsvar.

„Bændasamtök Íslands telja að ganga hefði mátt lengra varðandi ráðstöfun jarða í óskiptri sameign, ekki síst í tilfellum þar sem kann að vera um það að ræða að fjöldi eigenda sé kominn yfir tiltekin mörk, og setja ítarlegri ákvæði hvað þetta varðar.“

Reglur um fyrirsvarsmenn

Í fyrstu grein breytinganna segir að ef eigendur jarðar eða annars lands sem lög þessi gilda um eru fleiri en þrír fjárráða einstaklingar eða lögaðilar, er þeim skylt að tilnefna fyrirsvarsmann. Þar er einnig gerð grein fyrir skyldum fyrirsvarsmanna.

Í stað þess að kjósa fyrirsvars­mann er eigendum heimilt að stofna félag um sameignina og þarf þá samþykki allra. Eigendum er heimilt að setja í samþykktir nánari reglur um heimild fyrirsvarsmanns til ákvörðunartöku og skal þeim þá þinglýst á eignina.

Fyrirsvarsmaður getur boðað til fundar sameigenda með minnst átta og mest tuttugu daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá fundar. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni þeirra tillagna sem leggja á fyrir fundinn. Eigendur skulu boðaðir á fund skriflega og með sannanlegum hætti. Fyrirsvarsmanni er skylt að boða til fundar eigenda þegar þess er skriflega krafist af 1/4 hluta eigenda, annaðhvort miðað við fjölda eða eignarhluta, og skulu þeir jafnframt tiltaka þau málefni sem óskast rædd og tekin fyrir og afgreidd.

Ráðstöfun eigna

Samþykki allra eigenda þarf til óvenjulegra ráðstafana og ráðstafana sem eru meiri háttar þótt venjulegar geti talist. Hið sama gildir um óvenjulegar og meiri háttar breytingar á hagnýtingu jarðar í sameign.

Einfaldur meirihluti eigenda, miðað við hlutfallstölur, getur tekið ákvarðanir sem ekki teljast meiri háttar eða óvenjulegar. Samþykki 2/3 hluta eigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, þarf til ákvarðana um ráðstafanir og hagnýtingu sem ekki teljast venjulegar en verða þó hvorki taldar óvenjulegar eða meiri háttar.

Til þessa telst meðal annars ráðstöfun á jörð með byggingarbréfi samkvæmt ábúðarlögum.

Eiganda er heimilt að gera brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón á sameign. Skal hann, svo sem frekast er kostur, gæta þess að slíkar ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsyn krefur og telst þá kostnaðurinn sameiginlegur. Þá er eiganda einnig rétt að gera þær ráðstafanir vegna sameignarinnar sem lögboðnar eru og ekki mega bíða.

Forkaupsréttur sameigenda

Í breytingunum segir að eigendur að jörð eigi forkaupsrétt að eignarhlutum í henni. Forkaupsréttur sameigenda verður virkur við sölu og aðra ráðstöfun eða yfirfærslu á beinum eignarrétti yfir eignarhluta sem háður er forkaupsrétti. Ef eignarhlutur er í eigu lögaðila verður forkaupsréttur einnig virkur við eigendaskipti að minnsta kosti 1/3 eignarhlutdeild í lögaðilanum eða ef yfirráð yfir honum, í skilningi laga um ársreikninga, breytast á annan hátt.

Forkaupsréttur sameigenda víkur fyrir forkaupsrétti ábúenda. Ef ábúandi á forkaupsrétt skal sameigendum ekki boðið að neyta forkaupsréttar fyrr en forkaupsréttur ábúanda er fallinn niður.

Ef tveir eða fleiri sameigendur eiga forkaupsrétt skal rétturinn skiptast milli þeirra í samræmi við hlutfallseign þeirra í sameigninni. Neyti einhver þeirra ekki forkaupsréttar eykst réttur hinna að tiltölu.

Skylt efni: jarðalög

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...