Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fulltrúar Rangárbakkar ehf. og Landsmót ehf. undirrituðu samning um Landsmót hestamanna 2020. Kristinn Guðnason, formaður Rangárbakka ehf., og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, tókust í hendur af því tilefni.
Fulltrúar Rangárbakkar ehf. og Landsmót ehf. undirrituðu samning um Landsmót hestamanna 2020. Kristinn Guðnason, formaður Rangárbakka ehf., og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, tókust í hendur af því tilefni.
Fréttir 27. júlí 2017

Ný aðkoma áformuð að Rangárbökkum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Landsmót hestamanna verður haldið á Rangárbökkum árið 2020. Samningur milli Landsmóts ehf. og Rangárbakka ehf. var undirritaður 7. júlí síðastliðinn en með honum munu Rangárbakkar ehf. sjá um að halda mótið. Landsmót var síðast haldið á Rangárbökkum árið 2014. 
 
Að Rangárbökkum ehf. standa átta hestamannafélög á Suðurlandi; Geysir, Sleipnir, Ljúfur, Trausti, Smári, Logi, Sindri og Kópur en auk þess kemur hestamannafélagið Háfeti að samstarfinu nú. Kristinn Guðnason, formaður Rangárbakka, segir samninginn mikið fagnaðarefni. 
 
„Innan félaganna eru um 2.500 hestamenn og það er gleðilegt hvað mikil samstaða hefur myndast um mótið.“ Auk þess munu sveitarfélögin þrjú í Rangárvallasýslu styðja Rangárbakka ehf. með ýmsum hætti.
 
Reiðhöll fyrir þátttakendur
 
Að sögn Kristins verður ekki ráðist í stóra uppbyggingu á Rangárbökkum vegna mótsins en væntanlega verði aðkoman að svæðinu bætt til muna.
 
„Verið er að skoða að koma að annarri leið inn á svæðið, þá frá Reykjagarði, sem myndi létta mikið á umferðarteppu. Nýja leiðin yrði þá hugsuð eingöngu fyrir keppendur og starfsmenn mótsins,“ segir Kristinn.
 
Að öðru leyti sé svæðið tilbúið fyrir mót. Til dæmis hafi endurbætur verið gerðar á keppnisvöllum í vor og hafi þeir reynst afar vel á nýliðnu Íslandsmóti. 
 
„Þetta verður gott sveitamót nálægt þéttbýli eins og verið hefur. Sérstaða svæðisins er nálægð keppnisvallanna en aðeins 50 metrar skilur þá að. Þar á milli verður öll þjónusta fyrir gesti en hún verður enn sem áður hýst í tjöldum. Reiðhöllin er hugsuð sem miðstöð fyrir keppendur og starfsfólk, en þar verður læknisskoðun, fótaskoðun og upphitunarsvæði fyrir knapa. Auk þess verður þar veitingaaðstaða fyrir þátttakendur mótsins,“ segir Kristinn.
 
Lítið er um hesthús á svæði Rangárbakka nú en Kristinn segir aftur á móti pláss fyrir um 2.000 hross í innan við 15 km radíus frá staðnum. Auk þess hefur verið skipulögð hesthúsabyggð og er nú þegar eitt hús risið.
 
Sjáanleg þróun
 
Kristni þykir gildi Landsmóta síga með fækkandi gestum. 
 
„Mér finnst ekki nóg að 6.000–8.000 manns komi á landsmót. Ég vil sjá þeim fjölga. Þetta er kynningargluggi hestamennskunnar þar sem hægt er að sjá hvað er að gerast í reiðmennsku og ræktun. Nú þegar er til mikið myndefni  af Landsmótunum sem sýna hve þróunin hefur verið mikil. Við höfum þó farið fram úr okkur hvað varðar ásýnd með skreytingum og í tæknimálum. Það sem skiptir meginmáli er að hafa gott aðgengi að þjónustu og góð hross,“ segir Kristinn.
 
Stórar áskoranir
 
Kristinn segir tæknimál hafa reynst afar þung í rekstri fyrir mótshaldara. 
 
„Við vonum mjög að það verði komin einhver þróun í útfærslum á því og fylgjumst því vel með. Það er alveg ljóst að það er mjög mikil áskorun að halda þetta mót því mótin undanfarið hafa verið rekin með hallarekstri. Nú borgum við fyrir að halda mótið og megum ekki láta það koma út í halla. En við höfum góðan fyrirvara svo við undirbúum okkur vel,“ segir Kristinn, bjartsýnn að vanda.
 
Landsmót hestamanna fer fram annað hvert ár. Það fór fram á Hólum í Hjaltadal árið 2016 en næsta mót verður haldið í Reykjavík árið 2018. 
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...