Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Fréttir 6. september 2022

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir hefjast í haust við byggingu á nýju 30 rúma hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði og á þeim að vera lokið árið 2024.

Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili, Skjólgarð, en þar eru nú 27 hjúkrunarrými, flest í tvíbýli. Framkvæmdin er annars vegar nýbygging upp á 1.400 fm að stærð og hins vegar breytingar á núverandi byggingu sem er 880 fm að stærð. Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Víkurbraut. Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingum sem gerðar verða á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina. Áætlaður kostnaður við verkið eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið verður fjármagnað þannig að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar en Sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%.

Glaður bæjarstjóri

„Við erum í skýjunum. Að sjá til lands í svona mikilvægu baráttumáli er mikið gleðiefni en líka mikill léttir. Okkur svíður að vita til þess að gamla fólkið okkar skuli búa við aðstæður, sem eru engan vegin ásættanlegar og að hægvirkni og flækjustig stjórnsýslunnar skuli koma niður á þeim. En nú gleðjumst við og vonumst til að geta tekið fyrstu skóflustunguna fljótlega,“ segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri í Hornafirði.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...