Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nuffield –  svar Breta við Fordson
Á faglegum nótum 24. nóvember 2014

Nuffield – svar Breta við Fordson

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski iðnjöfurinn William Morris og framleiðandi Nuffield-bifreiða hóf fram­leiðslu á dráttarvélum með sama nafni árið 1946. Morris var aðlaður árið 1938 og tók þá upp nafnið Nuffield lávarður sem traktorarnir eru kenndir við.

Fram undir seinni heimsstyrjöld­ina voru Fordson-traktorar með yfirgnæfandi markaðshlutdeild á Bret­landseyjum. Í lok styrjald­arinnar var kominn tími á endurnýjun traktoranna og mun breska stjórnin hafa hvatt Morris til að hefja framleiðslu á nýrri og breskri dráttarvél. Landið var nánast gjaldþrota eftir stríðið og hafði því ekki ráð á því að flytja inn vélar.

Tók verkefninu fagnandi

Sagan segir að Morris hafi tekið verkefninu fagnandi enda séð í því tækifæri til að skáka hinum bandaríska keppinaut sínum, Henry Ford, á Bretlandsmarkaði.

Frumgerð Nuffield-dráttarvél­anna var tilbúin árið 1946 en vegna skorts á stáli hófst fram­leiðsla þeirra ekki fyrr en tveimur árum seinna. Fyrsti Nuffield-traktorinn var sýndur á land­búnaðarsýningunni í Smithfield árið 1948.

Hönnun traktoranna var einföld og þeir voru ódýrir í framleiðslu en um leið nýtískulegir fyrir sinn tíma. Vélin var tveggja strokka og gekk fyrir ódýrri blöndu af bensíni og parafínolíu. Reynslan af þeim var góð og þóttu þær vinnuþjarkar sem biluðu sjaldan. Árið 1950 var farið að framleiða Nuffield-traktora með Perkins dísilvél.

Sala á Nuffeild-dráttarvélum gekk vel og fyrstu árin var um 80% framleiðslunnar flutt út og jók á gjaldeyrisforða þjóðarinnar.

Samrunar og eigendaskipti

Árið 1952 sameinuðust Nuffield og Austin Motor undir heitinu  British Motor Corporation sem árið 1968 varð hluti af British Leyland Motor Corporation. Ári síðar fluttist framleiðsla vélanna frá Birmingham í Bretlandi til Bathgate í Skotlandi. Á sama tíma var lit þeirra breytt úr rauðum í bláan og skipt um nafn. Leyland-nafnið tók við að Nuffield.

Marshall Traker, sem framleiddi beltatraktora og jarðýtur, keypti framleiðsluréttinn á Leyland-dráttarvélunum árið 1982. Framleiðslan var þá flutt til Gainsborough í Lincolnshire í Englandi. Salan á Marshall-dráttarvélunum náði aldrei almennilegu flugi og var framleiðslu þeirra hætt 1995.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...