Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nuffield –  svar Breta við Fordson
Á faglegum nótum 24. nóvember 2014

Nuffield – svar Breta við Fordson

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski iðnjöfurinn William Morris og framleiðandi Nuffield-bifreiða hóf fram­leiðslu á dráttarvélum með sama nafni árið 1946. Morris var aðlaður árið 1938 og tók þá upp nafnið Nuffield lávarður sem traktorarnir eru kenndir við.

Fram undir seinni heimsstyrjöld­ina voru Fordson-traktorar með yfirgnæfandi markaðshlutdeild á Bret­landseyjum. Í lok styrjald­arinnar var kominn tími á endurnýjun traktoranna og mun breska stjórnin hafa hvatt Morris til að hefja framleiðslu á nýrri og breskri dráttarvél. Landið var nánast gjaldþrota eftir stríðið og hafði því ekki ráð á því að flytja inn vélar.

Tók verkefninu fagnandi

Sagan segir að Morris hafi tekið verkefninu fagnandi enda séð í því tækifæri til að skáka hinum bandaríska keppinaut sínum, Henry Ford, á Bretlandsmarkaði.

Frumgerð Nuffield-dráttarvél­anna var tilbúin árið 1946 en vegna skorts á stáli hófst fram­leiðsla þeirra ekki fyrr en tveimur árum seinna. Fyrsti Nuffield-traktorinn var sýndur á land­búnaðarsýningunni í Smithfield árið 1948.

Hönnun traktoranna var einföld og þeir voru ódýrir í framleiðslu en um leið nýtískulegir fyrir sinn tíma. Vélin var tveggja strokka og gekk fyrir ódýrri blöndu af bensíni og parafínolíu. Reynslan af þeim var góð og þóttu þær vinnuþjarkar sem biluðu sjaldan. Árið 1950 var farið að framleiða Nuffield-traktora með Perkins dísilvél.

Sala á Nuffeild-dráttarvélum gekk vel og fyrstu árin var um 80% framleiðslunnar flutt út og jók á gjaldeyrisforða þjóðarinnar.

Samrunar og eigendaskipti

Árið 1952 sameinuðust Nuffield og Austin Motor undir heitinu  British Motor Corporation sem árið 1968 varð hluti af British Leyland Motor Corporation. Ári síðar fluttist framleiðsla vélanna frá Birmingham í Bretlandi til Bathgate í Skotlandi. Á sama tíma var lit þeirra breytt úr rauðum í bláan og skipt um nafn. Leyland-nafnið tók við að Nuffield.

Marshall Traker, sem framleiddi beltatraktora og jarðýtur, keypti framleiðsluréttinn á Leyland-dráttarvélunum árið 1982. Framleiðslan var þá flutt til Gainsborough í Lincolnshire í Englandi. Salan á Marshall-dráttarvélunum náði aldrei almennilegu flugi og var framleiðslu þeirra hætt 1995.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...