Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nú snýst ræðusnilldin um fundarstjórn forseta
Skoðun 20. mars 2014

Nú snýst ræðusnilldin um fundarstjórn forseta

Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM skrifar:
 
Óskaplega þróast mál stundum með undarlegum hætti, nú stendur reitt fólk á Austurvelli og segist vilja kjósa um það hvort viðræðum við ESB verði slitið eða framhaldið. 
 
Inni í Alþingishúsinu er rætt af mælsku og snilld um fundarstjórn forseta. Og eitt og eitt gullkorn fellur eins og „þú ert helv. dóni,“ mælt til prúðasta stjórnmálamannsins Bjarna Benediktssonar. En aðildarviðræðurnar strönd-uðu hins vegar í höndum þeirra sem sóttu um aðildina að ESB, enda lögðu þeir viðræðurnar í frost þegar þeim var sagt að það kostaði aðeins eitt að „kíkja í pakkann“ um sjávarútveg og landbúnað, Íslendingar yrðu að játa sig undir stefnu ESB og það væru engar undanþágur að hafa. 
 
Þetta stendur í skýrslu Hagfræðistofnunar til Alþingis. Þá guggnaði nú Ögmundur og Steingrímur J. og fylgdu Jóhönnu og Össuri ekki lengra. Jóni Bjarnasyni var að vísu hent út úr ríkisstjórn áður, hann var aðlögunarsinnum og ESB erfiður, að sagt var. Við áttum þá, og þannig stendur það enn, að gefa eftir makrílinn, leysa snjóhengjuna á okkar kostnað eingöngu, já með því að borga „braskarana“, út með sitt. Svona var það í Icesave sem þjóðin felldi í tvígang. Og Vinstristjórnin harmaði það og fordæmdi forseta Íslands og ætlaði að koma honum frá. Og nokkrir hagfræðingar spáðu því að Ísland færi til heljar og við yrðum Kúba norðursins ef við ekki greiddum þúsund milljarða Icesave-skuld. En óvart unnum við Icesave fyrir EFTA-dómstólnum.
 
Jú, óheppileg orð féllu í kosningabaráttunni sem formanni Sjálfstæðisflokksins er nú snýtt upp úr en æðsta vald beggja flokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, ályktaði samt skýrt fyrir kosningar um að viðræðum við ESB yrði hætt og þær ekki aftur uppteknar nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort eru afvegaflutt ummæli æðri? Eða ályktun tvö þúsund manna á Landsfundi?
 
Skora á Steingrím og Ögmund 
 
Jóhanna og Samfylkingin voru nú ekki að drolla eða rugla með skýrslu eða einhverja þjóðaratkvæðagreiðslu eftir kosningarnar 2009. Þau fóru beint með þingsályktun um að sótt yrði um aðild að ESB, á minnsta mun í gegnum Alþingi strax. Málið flaut á atkvæðum nokkurra þingmanna sem voru í stjórnarandstöðunni. Og Jóhanna tók marga þingmenn Vinstri-grænna út í horn í þinghúsinu og hótaði þeim illu einu. Nokkrir gáfu sig og kusu með að sækja um, með tárin í augunum. Aðrir vildu ekki svíkja kosningaloforð flokksins og eru þeir allir farnir úr flokknum. Þeir vildu ekki svíkja og mundu hvað formaður þeirra Steingrímur J. sagði kvöldið fyrir kosningarnar 2009 um ESB. „Nei, nei, það samræmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess. Það yrði fellt í flokksráði vinstri-grænna. Þannig að slíkt er ekki í boði,“ sagði Steingrímur. 
 
Hversvegna skyldi Bjarni hengdur og vændur um svik fyrir óljósari loforð en þarna féllu? Ég skora nú á Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson að hætta að leika sér að eldinum. Þeir kveiktu í bænum með því að sækja um. Þeir geta slökkt eldana ef þeir skýra satt og rétt frá því hvernig málum var og er nú háttað í Brussel. 
 
Viðræðurnar um aðild að ESB í þetta sinn strönduðu, þeim er lokið, það er staðreynd. Skýrslan var alltaf glóandi steinn og eldsmatur sem hefur hleypt lífi í rifrildisgenið á Alþingi. Og Samfylkingin er í stríðsham og tapið stóra í alvöru kosningunum gleymt. Þó er nú mest rætt um fundarstjórn forseta, hvers á forsetinn Einar K. Guðfinnsson að gjalda? Hann er ágætur forseti og verður að láta bjölluna hljóma. Sómi Alþingis veltur á að sem fyrst fáist friður og ró um þetta mál. 
 
ESB getur kannski orðið okkur að liði og skýrt sjálft frá því að viðræðurnar voru í strandi þegar ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna tók við. Þeim er þetta ritar er ekki illa við ESB þótt andstæðingur sé þess að Ísland gangi í það. Það er byggt á sannfæringu og málefnum lands og þjóðar.
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...