Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nú er lag
Mynd / HKr.
Skoðun 11. apríl 2019

Nú er lag

Höfundur: Freyja Þorvaldar bóndi á Grímarsstöðum í Borgarfirði, freyja@grimarsstadir.is

Í síðasta tölublaði lýsti nýkjörinn formaður Bændasamtakanna framtíðarsýn sinni á íslenskan landbúnað. Sýn sem afskaplega margir bændur og áhugafólk landbúnaðar deila með honum. Það er auðvitað fyrsta skrefið að árangri að hafa skýr markmið og vita hvert er stefnt.

Breytingar í aðsigi

Fram undan eru miklar breytingar á ytri aðstæðum í landbúnaði og þannig munu íslenskir bændur standa frammi fyrir nýjum veruleika þegar innflutningur á ófrosnu kjöti hefst. Það er erfitt að spá um það fyrirfram hverjar breytingar nákvæmlega verða en augljóst er að samkeppni mun aukast að ákveðnu leyti. 

Bændasamfélagið sendi mjög skýr skilaboð að því hugnaðist illa þessar fyrirætlanir. Nú er búið að taka ákvörðun sem ekki verður breytt. Þá stendur eftir spurningin um það hvernig sé best að takast á við þessar breytingar?

Að ná til neytenda

Það hefur löngum loðað við bændasamfélagið að það sé ekki sérstaklega hrifið af breytingum, en breytingar geta haft í för með sér ný tækifæri sem ekki er hægt að sjá fyrir. Sá málflutningur, sem ákveðinn hópur hefur haft uppi, um að hér verði lífi bæði manna og dýra stefnt í hættu með fyrirhuguðum innflutningi, hefur verið til þess fallinn að ala á ótta. Ég tel ósennilegt að það sé besta leiðin til að ná eyrum neytenda. Það er þó rétt að taka fram að ég er á engan hátt að gera lítið úr þeirri vá sem sýklalyfjaónæmi í heiminum er, og hana ber að taka alvarlega. Hins vegar tel ég það mun vænlegra til árangurs að vekja athygli á því góða sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa en að hamra á slæmum afleiðingum ef fólk borðar innflutt kjöt. Það skiptir jú mestu máli að fá neytendur með okkur í lið því það eru þeir sem koma til með að kaupa þær gæðavörur sem bændur leggja sig fram við að framleiða. Þeirra er valið.

Hinn almenni neytandi er mun upplýstari um velferð dýra núna í dag heldur en hann var fyrir 5–10 árum. Aukin umræða um minnkun kolefnisspors er einnig fyrirferðarmikil í umræðunni. Hvoru tveggja vinnur þetta mjög með íslenskum landbúnaði og á þetta eigum við að leggja áherslu. Við búum við strangar kröfur um velferð dýra og það segir sig auðvitað sjálft að það losar mun minna kolefni að framleiða þær landbúnaðarvörur sem við neytum hérlendis en að flytja þær hingað til lands yfir Atlantshafið. Að frátöldum gæðum vörunnar, er það sagan á bak við vöruna sem mestu máli skiptir að mínu mati. Við hvaða aðstæður var hún framleidd og hverjir komu að því? Allar fjölskyldurnar sem standa að baki matvælaframleiðslu í landinu og þeim menningararfi sem býr í sveitum landsins. Ég hef trú á íslenskum neytendum og er sannfærð um að með jákvæðum málflutningi tekst okkur að ná enn þá betur til þeirra. Það er, að mínu mati, stærsta áskorunin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á þessum tímamótum.

Þurftafrekir milliliðir

Keðjan eins og við þekkjum hana í dag frá bónda til neytanda hefur tvo þurftafreka milliliði, afurðarstöðvarnar og verslunina. Það hefur færst mjög í aukana að bændur selji sínar vörur beint til neytenda og ört stækkandi hópur neytenda hefur af því mikið dálæti að færa þessi kaup í persónulegri viðskipti. Reglur kveða hins vegar á um að bændur verða að slátra sínum gripum hjá löggiltum sláturhúsum. Það er bannað að selja kjöt af heimslátruðu. Eftir að afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði brugðu margir á það ráð að selja meira kjöt beint og leggja minna inn í afurðastöðvarnar. Svar afurðastöðvanna við því var að hækka sláturkostnað af heimteknu kjöti til muna, sem gerði mörgum bændum erfiðara um vik. 

Þetta er umhverfið sem við þekkjum í dag. En það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að breyta því til batnaðar. 

Síðla árs 2018 lagði Matís fram tillögu um að reglum um heimaslátrun yrði breytt með það í huga að bændur gætu sett upp svokölluð örsláturhús heima hjá sér. Þessar tillögur eru til þess fallnar að gefa bændum tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og rými til þess að verðleggja vörur sínar án þess að þurfa að greiða háan sláturkostnað til afurðastöðvanna. Með þessu móti myndu tekjurnar skila sér þangað sem hin raunverulega verðmætasköpun á sér stað – til bænda í sveitum landsins. Þetta er mín framtíðarsýn.

Við lifum á tímum þar sem þróunin er ör og það er nauðsynlegt að  landbúnaðurinn þróist í takt við samfélagið. Það þarf að bregðast við breyttum aðstæðum en einnig breyttu neyslumynstri og ákalli neytenda um breytta viðskiptahætti. Þar skyldu bændur og landbúnaðurinn í heild ekki láta sitt eftir liggja. 

Núna er lag og við höfum tækifæri til þess að horfa björtum augum fram á veginn og takast á við komandi áskoranir með jákvæðni og skynsemi að vopni. – Áfram gakk! 

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...