Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Notagildi upplýsinga um áburðargjöf og uppskeru
Fræðsluhornið 23. nóvember 2015

Notagildi upplýsinga um áburðargjöf og uppskeru

Höfundur: Borgar Páll Bragason fagstjóri hjá RML
Þessa dagana eru bændur að standa skil á lögbundnum skráningum heyforða vetrarins en síðasti dagur til að skila haustskýrslu til Matvælastofnunar er 20. nóvember. 
 
 
Margir bændur hafa skráð uppskeru sumarsins inn í Jörð.is og geta þá með einföldum rafrænum hætti yfirfært uppskerugögnin yfir á haustskýrsluna í bustofn.is. Margir aðrir hafa undanfarna daga verið að leita uppi þessar skráningar í minnisbókum og blöðum.
 
Ein af skyldum framleiðenda í gæðastýrðri sauðfjárrækt er að halda gæðahandbók þar sem meðal annars er haldið utan um upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru fyrir hverja spildu. Þeir bændur sem skrá þessar upplýsingar í forritið Jörð.is eru í raun að uppfylla þær kvaðir og gerir lögbundin skil á upplýsingum um heyforðann mjög einföld.
 
Markmið gæðahandbókar í gæðastýrðri sauðfjárrækt frá því að hún kom til sögunnar árið 2003 var að hún væri hjálpartæki til að ná betri árangri í búrekstrinum. Fóðuröflunin er þar einn stærsti kostnaðarliðurinn. Eflaust hafa margir nýtt þessar jarðræktarupplýsingar með fyrirhugðum hætti en víða eru vannýtt tækifæri í þeim efnum. Vandi bænda felst einkum í því að það er yfirleitt tímafrek og flókin vinna að bera saman upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru með það að markmiði að greina tækifæri í endurræktun eða í breyttri áburðarnotkun.
 
Við undirbúning áburðarkaupa og vinnslu áburðaráætlunar er mikilvægt að gera greinarmun á milli túna eftir því hvort þau nýta áburð vel eða illa. Það er því eitt af verkefnum RML þessa dagana að aðstoða bændur við lesa úr upplýsingum um áburðargjöf og uppskeru og hjálpa þannig bændum við að ná bættum árangri í búrekstrinum. Hægt er að vinna svona samanburð langt aftur í tímann svo framarlega sem upplýsingarnar séu skráðar í Jörð.is.
 
Það sem einkum er gert í þessari úrvinnslu er að skoða áburðarkostnaðinn á bak við hvert kíló uppskerunnar og skoða hvort þar sé mikill munur á milli túna. Þar er búið að leggja að jöfnu, verðmæti áburðarefna í tilbúnum áburði og í búfjáráburði. Með því að bera tún saman með þessum hætti má oft á tíðum sjá hluti sem betur mega fara.
 
Hefðbundin úrvinnsla á samanburði á áburðargjöf og uppskeru inni­felur skýrslu með þremur súluritum þar sem hver súla táknar eina spildu. Eitt súluritið ber saman áborið N og uppskeru. Á öðru er sýndur áburðarkostnaður á hverja spildu og hið þriðja sýnir síðan áburðarkostnaðinn á bak við hvert kg þurrefnis og fóður­einingu. Að lokum eru reiknaðar út nokkrar lykiltölur. Þess má geta að þátttakendur í Sprota, jarðræktarráðgjöf hjá RML fá svona skýrslu.
 
Þeir sem hafa áhuga á svona samantekt sem byggir á skráningum á áburðargjöf og uppskeru í Jörð.is geta haft samband við Borgar Pál Bragason hjá RML í síma 516 5000 eða með tölvupósti á bpb@rml.is. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...