Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Fréttir 13. júlí 2015

Norskir svínabændur berjast við MRSA-bakteríuna

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Í síðasta Bændablaði var umfjöllun um bakteríuna MRSA CC398 sem er ónæm fyrir sýklalyfjum og finnst í svínakjöti í verslunum í Bretlandi. Bakterían hefur borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum og er þekkt á svínabúum víða um Evrópu ásamt því að vera alvarlegt vandamál á dönskum svínabúum. Sami vandi er nú að koma upp í Noregi.

Að sögn norska bændablaðsins berjast bændur þar í landi einnig við bakteríuna og að sami skapi við tryggingafélög sem hafa hætt að selja bændum tryggingar vegna of mikillar áhættu á að sýkingin komi upp aftur og valdi miklum fjárhagslegum skaða. Nú bíða norskir svínabændur eftir nýrri reglugerð stjórnvalda sem snýr að bótum ef þeir fá MRSA-bakteríuna í dýrin sín.  

Steypir norskum svínabændum í gjaldþrot

Umhverfið fyrir norska svínabændur í dag er þannig að ef MRSA-bakterían kemur upp á svínabúi þeirra þá geta þeir endað snögglega í gjaldþroti ef þeir hafa ekki sérstaka tryggingu við sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri MRSA-reglugerð ríkisstjórnarinnar þar í landi er það bóndinn sjálfur sem fær reikninginn fyrir framleiðslutapinu fyrsta árið og eru norskir bændur ósáttir við þessa nálgun, það er, að bera einir tapið fyrsta árið upp á jafnvel tugi milljóna króna. Ef MRSA-bakterían nær fótfestu í Noregi getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu fólks í landinu og eru menn óttaslegnir ef bakterían kemur upp til dæmis á sjúkrahúsum. Þess vegna er grísum slátrað um leið og tilfelli kemur upp og svínabúin sótthreinsuð en stóra spurningarmerkið er nú hver eigi að borga fyrir baráttuna við MRSA-bakteríuna þar í landi. 

Tryggingafélag hætt að tryggja

Tryggingafélagið Gjensidige tryggir á bilinu 70–80 prósent af svínabúum í Noregi en frá og með 26. febrúar á þessu ári hætti tryggingafélagið að selja tryggingar sem ná yfir MRSA-sýkingar. Þetta gerði Gjensidige eftir að útbreiðsla bakteríunnar átti sér stað á nokkrum svínabúum í Þrændarlögum og bera fyrir sig að um stórar fjárhæðir sé að ræða og að mikil áhætta sé á að ný tilfelli komi upp.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...