Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Fréttir 13. júlí 2015

Norskir svínabændur berjast við MRSA-bakteríuna

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Í síðasta Bændablaði var umfjöllun um bakteríuna MRSA CC398 sem er ónæm fyrir sýklalyfjum og finnst í svínakjöti í verslunum í Bretlandi. Bakterían hefur borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum og er þekkt á svínabúum víða um Evrópu ásamt því að vera alvarlegt vandamál á dönskum svínabúum. Sami vandi er nú að koma upp í Noregi.

Að sögn norska bændablaðsins berjast bændur þar í landi einnig við bakteríuna og að sami skapi við tryggingafélög sem hafa hætt að selja bændum tryggingar vegna of mikillar áhættu á að sýkingin komi upp aftur og valdi miklum fjárhagslegum skaða. Nú bíða norskir svínabændur eftir nýrri reglugerð stjórnvalda sem snýr að bótum ef þeir fá MRSA-bakteríuna í dýrin sín.  

Steypir norskum svínabændum í gjaldþrot

Umhverfið fyrir norska svínabændur í dag er þannig að ef MRSA-bakterían kemur upp á svínabúi þeirra þá geta þeir endað snögglega í gjaldþroti ef þeir hafa ekki sérstaka tryggingu við sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri MRSA-reglugerð ríkisstjórnarinnar þar í landi er það bóndinn sjálfur sem fær reikninginn fyrir framleiðslutapinu fyrsta árið og eru norskir bændur ósáttir við þessa nálgun, það er, að bera einir tapið fyrsta árið upp á jafnvel tugi milljóna króna. Ef MRSA-bakterían nær fótfestu í Noregi getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu fólks í landinu og eru menn óttaslegnir ef bakterían kemur upp til dæmis á sjúkrahúsum. Þess vegna er grísum slátrað um leið og tilfelli kemur upp og svínabúin sótthreinsuð en stóra spurningarmerkið er nú hver eigi að borga fyrir baráttuna við MRSA-bakteríuna þar í landi. 

Tryggingafélag hætt að tryggja

Tryggingafélagið Gjensidige tryggir á bilinu 70–80 prósent af svínabúum í Noregi en frá og með 26. febrúar á þessu ári hætti tryggingafélagið að selja tryggingar sem ná yfir MRSA-sýkingar. Þetta gerði Gjensidige eftir að útbreiðsla bakteríunnar átti sér stað á nokkrum svínabúum í Þrændarlögum og bera fyrir sig að um stórar fjárhæðir sé að ræða og að mikil áhætta sé á að ný tilfelli komi upp.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...