Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Fréttir 13. júlí 2015

Norskir svínabændur berjast við MRSA-bakteríuna

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Í síðasta Bændablaði var umfjöllun um bakteríuna MRSA CC398 sem er ónæm fyrir sýklalyfjum og finnst í svínakjöti í verslunum í Bretlandi. Bakterían hefur borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum og er þekkt á svínabúum víða um Evrópu ásamt því að vera alvarlegt vandamál á dönskum svínabúum. Sami vandi er nú að koma upp í Noregi.

Að sögn norska bændablaðsins berjast bændur þar í landi einnig við bakteríuna og að sami skapi við tryggingafélög sem hafa hætt að selja bændum tryggingar vegna of mikillar áhættu á að sýkingin komi upp aftur og valdi miklum fjárhagslegum skaða. Nú bíða norskir svínabændur eftir nýrri reglugerð stjórnvalda sem snýr að bótum ef þeir fá MRSA-bakteríuna í dýrin sín.  

Steypir norskum svínabændum í gjaldþrot

Umhverfið fyrir norska svínabændur í dag er þannig að ef MRSA-bakterían kemur upp á svínabúi þeirra þá geta þeir endað snögglega í gjaldþroti ef þeir hafa ekki sérstaka tryggingu við sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri MRSA-reglugerð ríkisstjórnarinnar þar í landi er það bóndinn sjálfur sem fær reikninginn fyrir framleiðslutapinu fyrsta árið og eru norskir bændur ósáttir við þessa nálgun, það er, að bera einir tapið fyrsta árið upp á jafnvel tugi milljóna króna. Ef MRSA-bakterían nær fótfestu í Noregi getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu fólks í landinu og eru menn óttaslegnir ef bakterían kemur upp til dæmis á sjúkrahúsum. Þess vegna er grísum slátrað um leið og tilfelli kemur upp og svínabúin sótthreinsuð en stóra spurningarmerkið er nú hver eigi að borga fyrir baráttuna við MRSA-bakteríuna þar í landi. 

Tryggingafélag hætt að tryggja

Tryggingafélagið Gjensidige tryggir á bilinu 70–80 prósent af svínabúum í Noregi en frá og með 26. febrúar á þessu ári hætti tryggingafélagið að selja tryggingar sem ná yfir MRSA-sýkingar. Þetta gerði Gjensidige eftir að útbreiðsla bakteríunnar átti sér stað á nokkrum svínabúum í Þrændarlögum og bera fyrir sig að um stórar fjárhæðir sé að ræða og að mikil áhætta sé á að ný tilfelli komi upp.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...