Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Fréttir 27. ágúst 2018

Norsk vél losar bændur við að nota eiturefni í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrr á árinu greindi Bændablaðið frá gufuvélinni Soilprep frá norska fyrirtækinu Soil Steam International sem kom á markað í sumar og hefur þróunarvinna á tækinu tekið 20 ár. 
 
Vélin veldur byltingu við ræktun á grænmeti og berjum utandyra með því að læsa gufu á 30 sentímetra dýpi í jarðveginum, nær hún að eyða illgresi, sveppum og þráðormum með góðum árangri. Þetta getur þýtt allt að 40 prósenta meiri uppskeru á þeim svæðum sem gufuvélin er notuð. 
 
Uppskeran á kínakáli var um 15% meiri í ár hjá grænmetisbóndanum Martin Sørum í Lier eftir að landsvæðið fékk gufumeðferð gegn illgresi og þráðormum áður en plantað var.
 
Þrátt fyrir mikla þurrka og erfið skilyrði fyrir marga bændur í Noregi í sumar hefur komist á reynsla við notkun vélarinnar sem virðist gefa góða raun. 
 
„Í lok maí og byrjun júní fóru fram tilraunir á mínum sveitabæ í Lier. Með Soilprep var um sjö metra breitt belti gufað á landi sem er um 300 metra langt. Eftir þetta ferli ræktuðum við kínakál á svæðinu. Það sem við sjáum núna er að svæðið sem hefur fengið gufumeðferð er nánast laust við illgresi á uppskerutímabilinu. Það sem við sjáum er örlítið illgresi í öðrum enda svæðisins en það er skiljanlegt og bjuggumst við alveg eins við því þar sem erfitt var fyrir vélina á ná inn á það. Við sjáum núna að uppskeran er um 15% meiri en verið hefur og þökkum við það gufuaðferðinni,“ segir Martin Sørum, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Lier Grønt.
 
Uppskera á kínakáli í Noregi á akri sem fékk gufumeðferð til að halda illgresi og þráðormi í skefjum, hér má vel sjá skilin sem verða á milli þess svæðis sem fékk meðferð með gufuvél og svæðis sem ekki fékk meðferð. 

4 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...