Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Fréttir 27. ágúst 2018

Norsk vél losar bændur við að nota eiturefni í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrr á árinu greindi Bændablaðið frá gufuvélinni Soilprep frá norska fyrirtækinu Soil Steam International sem kom á markað í sumar og hefur þróunarvinna á tækinu tekið 20 ár. 
 
Vélin veldur byltingu við ræktun á grænmeti og berjum utandyra með því að læsa gufu á 30 sentímetra dýpi í jarðveginum, nær hún að eyða illgresi, sveppum og þráðormum með góðum árangri. Þetta getur þýtt allt að 40 prósenta meiri uppskeru á þeim svæðum sem gufuvélin er notuð. 
 
Uppskeran á kínakáli var um 15% meiri í ár hjá grænmetisbóndanum Martin Sørum í Lier eftir að landsvæðið fékk gufumeðferð gegn illgresi og þráðormum áður en plantað var.
 
Þrátt fyrir mikla þurrka og erfið skilyrði fyrir marga bændur í Noregi í sumar hefur komist á reynsla við notkun vélarinnar sem virðist gefa góða raun. 
 
„Í lok maí og byrjun júní fóru fram tilraunir á mínum sveitabæ í Lier. Með Soilprep var um sjö metra breitt belti gufað á landi sem er um 300 metra langt. Eftir þetta ferli ræktuðum við kínakál á svæðinu. Það sem við sjáum núna er að svæðið sem hefur fengið gufumeðferð er nánast laust við illgresi á uppskerutímabilinu. Það sem við sjáum er örlítið illgresi í öðrum enda svæðisins en það er skiljanlegt og bjuggumst við alveg eins við því þar sem erfitt var fyrir vélina á ná inn á það. Við sjáum núna að uppskeran er um 15% meiri en verið hefur og þökkum við það gufuaðferðinni,“ segir Martin Sørum, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Lier Grønt.
 
Uppskera á kínakáli í Noregi á akri sem fékk gufumeðferð til að halda illgresi og þráðormi í skefjum, hér má vel sjá skilin sem verða á milli þess svæðis sem fékk meðferð með gufuvél og svæðis sem ekki fékk meðferð. 

4 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f