Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norræn matarverðlaun sett á laggirnar
Fréttir 14. mars 2017

Norræn matarverðlaun sett á laggirnar

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Bændasamtökin eru í samstarfi við önnur norræn búnaðarsamtök um ný matarverðlaun sem bera heitið Embla, en samkvæmt norrænni goðafræði bar fyrsta konan það nafn. Þau verða veitt í Kaupmannahöfn seinni hluta ágúst en opið er fyrir tilnefningar til 17. apríl.

Hin nýju, norrænu matarverðlaun Embla hampa því sem skarar fram úr í hinu norræna eldhúsi: hráefni, matvælum, framleiðsluaðferðum og fólkinu á bak við allt saman. Markmiðið með verðlaununum er að deila þekkingu og reynslu og vekja athygli á norrænum mat.
 
Emblu er ætlað að efla samnorræna matarmenningu og einkenni hennar ásamt því að auka áhuga á norrænum mat utan Norðurlandanna. Verðlaunin njóta styrks Norrænu ráðherranefndarinnar en Bændasamtök Íslands halda utan um þátttöku Íslands í keppninni.
 
„Við höfum svo margt gott á Norðurlöndum. Bragðgott hráefni og öfluga nýsköpun á meðal fagfólks í matvælaiðnaði. Við njótum öll góðs af því að deila þessum sögum hvert með öðru,“ segir Andreas Buchhave, ráðgjafi hjá dönsku bændasamtökunum Landbrug & Fødevarer og verkefnisstjóri hinna nýju, norrænu matvælaverðlauna.
 
„Það er mikill styrkur fyrir Emblu, ímynd verðlaunanna og markmið þeirra, að þeim sé stýrt af samtökum með breiða skírskotun til norrænna matvæla,“ segir Mads Frederik Fischer-Møller, ráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni.
 
Embla verður afhent annað hvert ár, í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn í ágúst 2017 í boði Landbrug & Fødevarer. Við athöfnina verður tilkynnt hvar Embla verður afhent næst, árið 2019. Verðlaunaafhendingin verður í samstarfi við ráðstefnu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins, „Better Food for More People“ á matarhátíðinni Copenhagen Cooking. 
 
„Með þessu móti verða til samlegðaráhrif þar sem Embla styður við innlendan viðburð og nýtur um leið góðs af þeirri athygli sem hann fær þar sem áherslan er á mat,“ segir Jan Laustsen, framkvæmdastjóri hjá Landbrug & Fødevarer.
 
Embla skiptist í sjö flokka þar sem einn er tilnefndur frá hverju landi á Norðurlöndunum. Þriggja manna dómnefnd kemur frá hverju landi sem velur keppendur og einnig verður sameiginleg dómnefnd sem sker úr um hver hinna tilnefndu vinnur til verðlaunanna.  
 
Verðlaunaflokkar Emblu eru sjö talsins
Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru: 
- Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017 
- Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017 
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
- Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
- Mataráfangastaður Norðurlanda 2017 
- Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2017
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2017.
 
Hægt er að skrá þátttakendur í Emblu frá 14. mars til 17. apríl 2017. Skráningareyðublöð fyrir flokkana sjö er að finna á www.emblafoodaward.com, en þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...