Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norskir kjúklingar flokkaðir á færibandi.
Norskir kjúklingar flokkaðir á færibandi.
Mynd / Hávard Bjelland hjá Bergens Tidende
Fréttir 11. nóvember 2015

Noregur: Stefnt að því að allir kjúklingar fari í bóluefnissprautu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Undanfarnar vikur hafa miklar umræður verið í norskum fjölmiðlum um svokallaða „iðnaðar-kjúklinga“ og hvernig norskir neytendur hafa snúið baki við því að kaupa þá út úr búð. 
 
Liður í að snúa þessari þróun við er að áður en kjúklingarnir fara út á búin fara þeir í bóluefnissprautu til að koma í veg fyrir lyfjanotkun í framleiðslunni. 
 
Sérfræðingar í Noregi áætla að um 500 milljónir norskra króna hafi tapast á því að norskir neytendur hafa snúið baki við „iðnaðar-kjúklingum“ að því er fram kom í Bergens Tidende á dögunum. Þetta stafar af því að á síðastliðnu ári hafa neytendur hafnað notkun lyfja í framleiðslunni og velja því aðra matvöru. Einnig eru neytendur uggandi yfir sýklalyfjabakteríum sem fundist hafa í fuglunum við eftirlit. Suma mánuði hefur salan þar í landi minnkað um einn fjórða. Framan af þessu ári hefur Nortura, sem hefur markaðsráðandi stöðu, minnkað sölu um 15–20% á markaði þar sem þeir selja vanalega fyrir tvo milljarða króna norskar. Fyrir kjúklingabransann eins og hann leggur sig þýðir þessi minnkandi sala tekjutap upp á um hálfan milljarð norskra króna. 
 
Hætta notkun Narasin árið 2017
 
Lyfjanotkun í kjúklingaframleiðslu í Noregi er svo að segja engin en á síðasta ári voru um 78 milljónir kjúklinga framleiddir til slátrunar í landinu. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja sjö milljónum norskra króna árið 2016 til rannsókna og þekkingarþróunar á sýklalyfjabakteríum í fiðurfé og svínum. 
Nú eru framleiðendur sammála um að traust neytendanna skiptir öllu máli því að ekki sé nóg að vera í þeirri stöðu að framleiða hreinasta kjúkling í heimi. Í ræktunarbúi Nortura í Våler fara um 800 þúsund kjúklingar í gegnum færibandið í hverri viku áður en þeir eru sendir út á búin til frekari framleiðslu. Eftir að heilbrigðisyfirvöld fundu sýklalyfjabakteríur í um 70% af kjúklingabringum sem voru rannsakaðar í fyrrahaust hefur öllu verklagi í ræktunarbúinu verið breytt. Núna gerir Nortura tilraunir með bólusetningu í staðinn fyrir sníkjudýrslyfið Narasin sem sett er í fóðrið til að koma í veg fyrir þarmasjúkdóma. Þegar kjúklingarnir eru dagsgamlir fara þeir í bóluefnissturtu og fá í sig bóluefnið þegar þeir rífa í sig dún frá næsta kjúklingi. 
 
„Tilraunirnar gefa jákvæða raun og við gerum þetta í áföngum til að hafa yfirsýn yfir hvaða áhrif bólusetningin hefur. Markmiðið er að geta hætt notkun á Narasin í byrjun árs 2017,“ segir framkvæmdastjóri þróunar fiðurfés og eggja hjá Nortura, Atle Løvland, samkvæmt frétt Bergens Tidende.
 
Staðreyndir:
  • Árið 2014 voru 78 milljónir kjúklinga til slátrunar framleiddir í Noregi.
  • Framleiðsla á kjúklingum til kjötframleiðslu er 15% minni í ár en í fyrra.
  • Margir sérfræðingar segja að Narasin geti verið hættulegt fyrir veikt fólk sem leiði til þess að það svarar ekki meðhöndlun við sýklalyfjum. 
  • Narasin er sníkjudýrslyf sem notað er í fóður kjúklinga til að hindra að þeir sýkist af sníkjudýrssjúkdómnum koksidiose (Coccidiosis).

 

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...