Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 2. ágúst 2018

Norðmenn gefa út skilyrði til innflutnings á heyi

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Norska matvælastofnunin (Mattilsynet) hefur gefið út lista yfir svæði á Íslandi sem flytja má heyfeng af til Noregs. Listinn byggir á áhættumati sem Mat­væla­stofnun Noregs lét gera vegna mikilla þurrka þar í landi. 
 
Skilyrði til útflutnings eru að garnaveiki og riða hafi ekki greinst á bæjum á svæðinu síðustu 10 árin. Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu sjúkdóma í búfénaði. Mörg hólf uppfylla ekki skilyrði til útflutnings. Þau hólf sem flytja má af eru 14 talsins:
 
Snæfellshólf, Dalahólf, Vest­fjarðahólf eystra, Vestfjarðahólf vestra, Miðfjarðar­hólf, Grímsey, Austfjarðar­hólf, Öræfahólf, Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafells­sýslu­­hólf, Biskupstungnahólf, Grímsnes- og Laugardalshólf auk Vestmannaeyja.
 
Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu búfjársjúkdóma. Norðmenn vilja ekki hey af svæðum þar sem hefur greinst riða eða garnaveiki á síðustu 10 árum. 
 
Telja litla áhættu felast í heyinnflutningi frá Íslandi
 
Matvælastofnunin í Noregi telur að lítil áhætta teljist að flytja inn hey frá þessum svæðum á Íslandi, en að áhættan sé mun meiri ef flytja á hey frá Bandaríkjunum og Kanada. Matvælastofnun hefur ekki getað svarað því hvað réði því hvar línan var mörkuð, en stofnunin sé að vinna að þessum málum í samstarfi við Norsku matvælastofnunina. 
 
Áður var talað um að tún þyrftu að vera friðuð frá beit í vissan tíma en nú er horfið frá því ákvæði. Samkvæmt þessum tilmælum virðist einnig vera í lagi að selja hey af túnum sem hafa fengið búfjáráburð.
 
Edmund Skoie er staddur hér á landi til að vinna í að koma þessum viðskiptum á koppinn. Hann telur að orðalagi í tilmælunum verði líklega breytt á þann veg að bændur megi kaupa hey af bæjum sem hafa verið sjúkdómalausir í 10 ár. Sjúkdómastaða Íslands sé mun betri en í öðrum ríkjum sem hægt sé að flytja hey frá, eins og Bandaríkjunum og Kanada. Edmund segist hafa mætt mjög jákvæðu viðhorfi meðal bænda á Norðurlandi og hann vonast eftir að viðskiptin verði að veruleika. 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...