Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 2. ágúst 2018

Norðmenn gefa út skilyrði til innflutnings á heyi

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Norska matvælastofnunin (Mattilsynet) hefur gefið út lista yfir svæði á Íslandi sem flytja má heyfeng af til Noregs. Listinn byggir á áhættumati sem Mat­væla­stofnun Noregs lét gera vegna mikilla þurrka þar í landi. 
 
Skilyrði til útflutnings eru að garnaveiki og riða hafi ekki greinst á bæjum á svæðinu síðustu 10 árin. Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu sjúkdóma í búfénaði. Mörg hólf uppfylla ekki skilyrði til útflutnings. Þau hólf sem flytja má af eru 14 talsins:
 
Snæfellshólf, Dalahólf, Vest­fjarðahólf eystra, Vestfjarðahólf vestra, Miðfjarðar­hólf, Grímsey, Austfjarðar­hólf, Öræfahólf, Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafells­sýslu­­hólf, Biskupstungnahólf, Grímsnes- og Laugardalshólf auk Vestmannaeyja.
 
Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu búfjársjúkdóma. Norðmenn vilja ekki hey af svæðum þar sem hefur greinst riða eða garnaveiki á síðustu 10 árum. 
 
Telja litla áhættu felast í heyinnflutningi frá Íslandi
 
Matvælastofnunin í Noregi telur að lítil áhætta teljist að flytja inn hey frá þessum svæðum á Íslandi, en að áhættan sé mun meiri ef flytja á hey frá Bandaríkjunum og Kanada. Matvælastofnun hefur ekki getað svarað því hvað réði því hvar línan var mörkuð, en stofnunin sé að vinna að þessum málum í samstarfi við Norsku matvælastofnunina. 
 
Áður var talað um að tún þyrftu að vera friðuð frá beit í vissan tíma en nú er horfið frá því ákvæði. Samkvæmt þessum tilmælum virðist einnig vera í lagi að selja hey af túnum sem hafa fengið búfjáráburð.
 
Edmund Skoie er staddur hér á landi til að vinna í að koma þessum viðskiptum á koppinn. Hann telur að orðalagi í tilmælunum verði líklega breytt á þann veg að bændur megi kaupa hey af bæjum sem hafa verið sjúkdómalausir í 10 ár. Sjúkdómastaða Íslands sé mun betri en í öðrum ríkjum sem hægt sé að flytja hey frá, eins og Bandaríkjunum og Kanada. Edmund segist hafa mætt mjög jákvæðu viðhorfi meðal bænda á Norðurlandi og hann vonast eftir að viðskiptin verði að veruleika. 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...