Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nora frá DROPS Design
Hannyrðahornið 20. apríl 2016

Nora frá DROPS Design

Fallegt sett fyrir bæði stelpur og stráka sem er kósí að eiga þegar allra veðra er von. 
 
Fljót prjónað sett með garðaprjóni og allir ráða við að gera. Eigum mikið úrval af flottum litum fyrir ykkur. Endilega kíkið á litaúrvalið okkar inná www.galleryspuni.is eða kíkið til okkar í verslun Gallery Spuna í Grindavík. Við tökum vel á móti ykkur og getum aðstoðað ykkur við litavalið.
Prjónað DROPS eyrnaband og trefill úr DROPS Lima eða Nepal. Stærð 3–12 ára
 
DROPS Extra 0-939 
DROPS Design: Mynstur nr ne-016-bn
Garnflokkur C
 
EYRNABAND:
Stærð: 3/5 - 6/9 - 10/12 ára
Höfuðmál: 50/52 - 52/54 - 54/58 cm
 
Efni: 
DROPS Lima frá Garnstudio
50-100-100 gr litur nr 0282, beige
Afgangur af lit nr 0100, natur fyrir heklaðan kant.
 
Eða notið:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
50-100-100 gr litur nr 0300, beige
Afgangur af lit nr 0100, natur fyrir heklaðan kant.
DROPS PRJÓNAR NR 5,5 – eða sú stærð sem þarf til að 16 l og 30 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HEKLUNÁL NR 4 – fyrir heklaðan kant.
 
TREFILL:
Stærð: 3/5 – 6/9 – 10/12 ára
 
Stærð:
Breidd: ca 13-15-17 cm 
Lengd: ca 120-135-150 cm
 
Efni: 
DROPS Lima frá Garnstudio
100-100-100 gr litur nr 0282, beige
100-100-100 gr litur nr 0100, natur
 
Eða notið:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
100-100-100 gr litur nr 0300, beige
100-100-100 gr litur nr 0100, natur
DROPS PRJÓNAR NR 7 – eða sú stærð sem þarf til að 14 l og 26 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
EYRNABAND:
Fitjið upp 24-28-32 l á prjóna nr 5,5 með beige. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist ca 42-44-48 cm er fellt laust af. Saumið saman uppfitjunarkant og affellingarkant, saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur.
 
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant meðfram hvorri hlið á eyrnabandinu með heklunál nr 4 og natur, heklið í ystu lykkju. Heklið 1 fl í fyrstu l, 2 ll, * hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fl og 2 ll *, endurtakið frá *-* umf hringinn, passið uppá að kanturinn verði ekki of stífur. Endið á 1 kl í fyrstu fl. Klippið frá og festið enda. Eyrnabandið er brotið saman tvöfalt, en einnig er hægt að nota alla breiddina eins og opin húfa.
 
TREFILL:
Fitjið upp 18-21-24 l á prjóna nr 7 með beige. Prjónið 20 umf GARÐAPRJÓN –sjá skýringu að ofan: * Skiptið yfir í natur og prjónið 20 umf garðaprjón, skiptið yfir í beige og prjónið 20 umf garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist ca 120-135-150 cm eða að óskaðri lengd, passið uppá að enda trefilinn með natur. Fellið af, klippið frá og festið enda.
 
KÖGUR:
Festið kögur á báðum endum á treflinum. Notið natur í endann sem er með beige og beige í endann sem er með natur. Klippið þræði sem eru ca 28-30 cm langir. Skiptið þeim niður 3 saman og brjótið þá saman tvöfalda. Þræðið inn lykkju í gegnum neðstu rönd með garðaprjóni á treflinum, þræðið endana í gegnum lykkjuna og herðið að. 
 
 
Prjónakveðja,
fölskyldan í Gallery Spuna
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...