Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðunautar á samræm­ingarnámskeiði sauðfjár­dómara sem ­haldið var á Böðvars­hólum á Vatnsnesi síðastliðið haust.
Ráðunautar á samræm­ingarnámskeiði sauðfjár­dómara sem ­haldið var á Böðvars­hólum á Vatnsnesi síðastliðið haust.
Fræðsluhornið 19. ágúst 2015

Nokkur hagnýt atriði varðandi sauðfjárskoðun haustið 2015

Höfundur: Eyþór Einarsson
Pantanir – Hægt er panta skoðun á vefnum www.rml.is eða í gegnum síma RML: 516 5000.  
 
Skipulag – Því fyrr sem bændur panta, því meiri líkur eru á því að þeir fái óskir sínar uppfylltar varðandi tíma. Í lok ágúst birtast á heimasíðu RML fyrstu drög að dagskrá.
 
Afmarkað skoðunartímabil – Lagt er upp með að skoðunartímabilið sé frá 1. september til 16. október.  Þeir sem panta utan þess tíma gætu þurfa að greiða 50% álag ofan á tímagjaldið, ef ekki næst að fylla á dagana á viðkomandi svæði.
 
Gjaldskrá – Skoðunargjald er 6.000 kr án vsk. á klukkustund fyrir búnaðargjaldsgreiðendur á hvern ráðunaut/mælingamann auk þess sem innheimt er komugjald upp á 5.000 kr. fyrir hvern bæ/stað sem farið er á.  Fyrir þá sem ekki greiða búnaðargjald er tímagjaldið 12.000 kr án vsk. Sé óskað eftir kvöld- eða helgar vinnu bætist við 50% álag. Miðað er við að lágmarksskoðunargjald á hverjum stað sé 1 klst. Sama gjaldskrá gildir fyrir hrútasýningar.
 
Skráning dóma – Bóndinn leggur til ritara við lambaskoðun.  Ritarinn skráir dómana annaðhvort á dómblöð eða beint inn í fartölvu. Ef skráð er á blöð hefur bóndinn síðan val um að skrá dómana sjálfur inn í Fjárvís.is eða kaupa þá vinnu af RML samkvæmt tímagjaldi.  Mikilvægt er að öll gögn fari inn í gagnagrunninn (ekki bara upplýsingar um ásetta gripi). Ef dómar hafa ekki verið færðir inn í Fjárvís.is að viku liðinni frá skoðun er litið svo á að óskað sé eftir því að starfsmenn RML færi þá inn. 
Samræmisdómur á gimbrum – Ef bændur hafa áhuga á að láta dæma samræmi gimbra þarf að gefa það upp við pöntun þar sem það getur haft áhrif á skipulagið. Tilgangurinn með samræmiseinkunn er að hægt sé að verðlauna samræmisgóðar gimbrar sem eru langvaxnar en þétt­vaxnar en refsa þeim sem hafa slakt samræmi s.s. full stuttvaxnar eða mjög háfættar. Bændur hafa val um það hvort meta eigi þennan eiginleika, en forsendan fyrir því að þessi einkunn sé gefin er að fótleggur gimbranna sé mældur og þungi liggi fyrir.
 
Afkvæma­rannsóknir  – Reglur um styrkhæfar afkvæma­rann­sóknir eru þær sömu og unnið var eftir sl. haust: Í saman­burðinum þurfa að vera að lágmarki fimm veturgamlir hrútar (lambhrútar haustið 2014). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með. Hver hrútur þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem eru ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar.  Hrútarnir þurfa að hafa verið notað­ir á sem samstæðasta ærhópa. Bænd­­ur í netskilum gangi frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís.is.  Að því loknu skal senda tilkynningu á netfangið ee@rml.is um að frágangi sé lokið. Tilkynningin skal berast fyrir 15. nóvember. Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút sé 2.000 kr.  
 
Aðstaða – Til þess að framkvæmdin taki sem skemmstan tíma er lögð áhersla á að skoðunin sé vel undir­búin. Tiltækt sé naglfast borð undir ómsjána og aðgengi að rafmagni.  Gott ljós sé á staðnum. Lömbin þurfa að vera vigtuð. Við stærri skoðanir er yfirleitt úthlutað tveimur starfsmönnum, ómmælingamanni og dómara. Til þess að verkið gangi greiðlega fyrir sig þarf bóndinn helst að skaffa fjóra aðstoðarmenn: tvo íhaldsmenn, einn sem dregur að og einn ritara.
 
Lömbin –  Best að skoða lömbin sem fyrst eftir að þau koma af fjalli. Gott er að vera búinn að henda frá lömbum sem alls ekki koma til greina þar sem þau standast ekki lágmarkskröfur búsins til annara eiginleika. Jafnframt er æskilegt að búið sé að flokka lömbin eftir kyni. Bændur eru hvattir til að láta skoða sem mest af lömbum undan sæðingastöðvahrútunum, sérstaklega þeim sem komu á stöð sl. haust.

Skylt efni: sauðfjárskoðun

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...