Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nokkrir þjóðlegir réttir að hausti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 8. september 2017

Nokkrir þjóðlegir réttir að hausti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Bjarni Gunnar er á þjóðlegum nótum að þessu sinni og gefur hér uppskriftir að réttum sem hann eldaði nýlega vegna sjónvarpsupptöku á ferðaþætti um Ísland. 
 
Lamabakjöt „tartar“ 
með ferskum jurtum
 • 200 g hrátt lambakjöt 
 • 1 saxaður laukur 
 • nokkur kapers 
 • 1 hrá rófa eða marglit rauðrófa
 • 1 sítróna 
 • 30 ml góð olía 
Aðferð
Skerið vöðvann þunnt og svo aftur í bita. Gott er að skera hann hálffrosinn. Færið upp á disk eða fat. Saxið laukinn og dreifið fallega yfir kjötið ásamt kapers og olíu. 
 
Berið fram með sítrónu og hráum rófusneiðum. Ekki sakar að sáldra ferskum kryddjurtum yfir kjötið og bera jafnvel smávegis kál fram með því. Fyrir þá sem vilja gera þunn laufabrauð þá er það þjóðleg framsetning með lambinu. Annars má nota ristað brauð eða flatkökur.
 
Sætur gljái
 • 200 g krækiber 
 • 100 g sykur eða hunang 
 • 50 ml gott edik 
 • salt og pipar 
Hægsjóðið berin í sykrinum, sigtið og sjóðið niður um helming eða þar til vökvinn fer að þykkna. Kælið. Afbragð með hráu hangikjöti eða gröfnu kjöti.
 
Þunnt steikt brauð
 
Laufabrauð er næfurþunn hveitikaka sem oft er borin fram með hangikjöti og hefur lengi tengst íslensku jólahaldi en það má nota allt árið til að gefa gestum að smakka á þjóðlegum rétti.
 • ¼ l rjómi 
 • ½ tsk. lyftiduft 
 • 600–700 g hveiti 
 • kúmen ef vill (um 1½ tsk.) 
 • ½ tsk. salt 
 • ¾ l vatn 
 • 1 tsk. sykur
 • heit olía til steikingar
Vatn og rjómi er hitað að suðu. Ef kúmen er notað er það hitað með og síðan sigtað frá. Þurrefnum er blandað saman. Ekki er víst að þurfi allt hveitið svo ágætt er að taka frá um 100 g og bæta frekar við deigið ef þess þarf. 
 
Mesti hitinn er látinn rjúka úr rjómablöndunni og hún síðan sett saman við þurrefnin. Þetta er hnoðað þar til deigið sleppir borði og er mjúkt og meðfærilegt. Varast skal að hnoða of lengi því þá verður deigið seigt. 
 
Rúllað í lengju og vafið með plastfilmu og geymt á köldum stað í að minnsta kosti hálfa klukkustund. Skorið í bita og flatt út mjög þunnt með kökukefli. Skorið. Hver kaka er pikkuð með gaffli eða hnífsoddi um leið og búið er að skera í hana. Kökurnar eru svo steiktar í vel heitri feiti. 
Og framreitt með lambinu.
 
 
Steiktur þorskur með þurrkuðum harðfisk
 • Fjórir þorskhnakkar (180–200 g stykkið). 
 • Rifinn börkur af einni sítrónu
 • olía 
 • 50 g sykur 
 • 70 g salt 
Nokkrir bitar af harðfiski sem hefur verið barinn eða unninn í matvinnslu- vél svo það komi létt og loftkennd áferð á fiskinn.
 
Leggið þorskinn í bakka með salti, sykri og sítrónuberki og látið marinerast í 20 mín. Skolið svo fiskinn og þurrkið hann. Steikið hann loks á rjúkandi heitri pönnu með olíu.
 
Framreiðið með kartöflum, harðfisk-mulningi og kryddjurta-majónessósunni.
 
Dill-majónessósa
 • 2 eggjarauður 
 • 2 tsk. edik 
 • 1 tsk. sinnep 
 • 3 msk. saxað dill 
 • 200 ml olía
 • Smá salt
Setjið eggjarauður, edik, sinnep og salt í skál og blandið vel saman með pískara. Hellið því næst olíunni og kryddið til með dilli.
 
Bláberjaostaeftirréttur 
 • 4 súraldin (lime) 
 • 550 g rjómaostur 
 • 100 g bláberjasulta 
 • 2 dl rjómi 
 • ½ pakki fersk minta í eldhúsinu
 • ¾ dl vatn 
 • 125 g sykur (gott að nota hrásykur) 
Sjóðið vatn og sykur saman í potti. Raspið börkinn af súraldininu og setjið út í ásamt safanum og saxið mintuna út í. Kælið. Léttþeytið rjómann. Hrærið saman bláberjasultu og rjóma­ost. Blandið öllu úr pottinum saman við rjómaostsblönduna með sleif og svo varlega saman við rjómann. Kælið í nokkra tíma.
Framreitt með ferskum berjum.
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...