Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Mynd / Halldís Gríma Halldórsdóttir
Fréttir 8. maí 2020

Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er stærsta lamb sem fæðst hefur hér á bæ,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Þar reka foreldrar hennar, Halldór S. Olgeirsson og Elín Maríusdóttir, sauðfjárbú. Undir síðustu helgi fæddist þar 9 kílóa lambhrútur, ansi hreint stór og stæðilegur. 
 
Halldís Gríma segir að eitt sinn fyrir nokkrum árum hafi fæðst 7 kílóa lamb á bænum, en Trölli, 9 kílóa lambið, sé það allra stærsta sem þau hafi áður séð. Burður gekk hægt, en tókst að lokum. 
 
Lambhrúturinn lifði í þrjá daga, en líkast til hefur eitthvað gefið sig í honum innvortis við burðinn sem gekk hægt fyrir sig enda hrúturinn engin smásmíði. Mynd / Elín Maríusdóttir
 
Heimilismenn á Bjarnastöðum börðust við að halda lífi í lambinu en það lifði í þrjá daga. Telur hún að skaði hafi orðið innvortis í burði. Lambhrúturinn stóð upp og hann hélt haus.Móðir lambhrútsins er tvævetra undan hrút úr Broddanesi á Ströndum en faðirinn er heimahrútur á Bjarnastöðum. 
 
Um 350 ær bera þetta vorið á Bjarnastöðum í Öxarfirði og segir Halldís Gríma að vel gangi í sauðburði það sem af er. „Við erum ríflega hálfnuð núna og það gengur allt samkvæmt áætlun,“ segir hún. 

Skylt efni: sauðburður

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...