Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn.
Mynd / Halldís Gríma Halldórsdóttir
Fréttir 8. maí 2020

Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er stærsta lamb sem fæðst hefur hér á bæ,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Þar reka foreldrar hennar, Halldór S. Olgeirsson og Elín Maríusdóttir, sauðfjárbú. Undir síðustu helgi fæddist þar 9 kílóa lambhrútur, ansi hreint stór og stæðilegur. 
 
Halldís Gríma segir að eitt sinn fyrir nokkrum árum hafi fæðst 7 kílóa lamb á bænum, en Trölli, 9 kílóa lambið, sé það allra stærsta sem þau hafi áður séð. Burður gekk hægt, en tókst að lokum. 
 
Lambhrúturinn lifði í þrjá daga, en líkast til hefur eitthvað gefið sig í honum innvortis við burðinn sem gekk hægt fyrir sig enda hrúturinn engin smásmíði. Mynd / Elín Maríusdóttir
 
Heimilismenn á Bjarnastöðum börðust við að halda lífi í lambinu en það lifði í þrjá daga. Telur hún að skaði hafi orðið innvortis í burði. Lambhrúturinn stóð upp og hann hélt haus.Móðir lambhrútsins er tvævetra undan hrút úr Broddanesi á Ströndum en faðirinn er heimahrútur á Bjarnastöðum. 
 
Um 350 ær bera þetta vorið á Bjarnastöðum í Öxarfirði og segir Halldís Gríma að vel gangi í sauðburði það sem af er. „Við erum ríflega hálfnuð núna og það gengur allt samkvæmt áætlun,“ segir hún. 

Skylt efni: sauðburður

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...