Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2021

Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins

Höfundur: smh

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur var haldinn 6. apríl. Níu gild sölutilboð bárust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en 188 gild kauptilboð.

Þetta er fyrsti markaður ársins og viðskiptin taka gildi frá 1. janúar síðastliðnum og getur kaupandi því nýtt greiðslumarkið á yfirstandandi framleiðsluári.

Sama hámarksverð

Núverandi fyrirkomulag með greiðslumarkað í mjólkurframleiðslu var komið á eftir endurskoðun búvörusamnings um starfsskilyri í nautgriparækt sem hófst árið 2019. Hámarksverð greiðslumarks var ákveðið í júlí á síðasta ári þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga um þrefalt afurðastöðvaverð. Á markaðnum nú var hámarksverð 294 krónur á lítrann, eins og verið hefur á undanförnum mörkuðum, og var ekkert tilboð undir því verði.

Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda nam magn þess greiðslumarks mjólkur sem var í boði 663.754 lítrum, en þess sem óskað var eftir að kaupa 9.157.000 lítrum. Viðskipti voru með 663.590 lítra fyrir rúmar 195 milljónir króna, en í reglum er gert ráð fyrir sérstakri úthlutun til nýliða sem nemur fimm prósentum af sölutilboðum og voru nú 33.176 lítrar. Gild kauptilboð frá nýliðum voru 19.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og alls 150.000 lítrum árlega. Hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila má ekki nema hærra hlutfalli en 1,2 prósentum af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f