Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2021

Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins

Höfundur: smh

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur var haldinn 6. apríl. Níu gild sölutilboð bárust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en 188 gild kauptilboð.

Þetta er fyrsti markaður ársins og viðskiptin taka gildi frá 1. janúar síðastliðnum og getur kaupandi því nýtt greiðslumarkið á yfirstandandi framleiðsluári.

Sama hámarksverð

Núverandi fyrirkomulag með greiðslumarkað í mjólkurframleiðslu var komið á eftir endurskoðun búvörusamnings um starfsskilyri í nautgriparækt sem hófst árið 2019. Hámarksverð greiðslumarks var ákveðið í júlí á síðasta ári þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga um þrefalt afurðastöðvaverð. Á markaðnum nú var hámarksverð 294 krónur á lítrann, eins og verið hefur á undanförnum mörkuðum, og var ekkert tilboð undir því verði.

Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda nam magn þess greiðslumarks mjólkur sem var í boði 663.754 lítrum, en þess sem óskað var eftir að kaupa 9.157.000 lítrum. Viðskipti voru með 663.590 lítra fyrir rúmar 195 milljónir króna, en í reglum er gert ráð fyrir sérstakri úthlutun til nýliða sem nemur fimm prósentum af sölutilboðum og voru nú 33.176 lítrar. Gild kauptilboð frá nýliðum voru 19.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og alls 150.000 lítrum árlega. Hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila má ekki nema hærra hlutfalli en 1,2 prósentum af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur.

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f