Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2021

Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins

Höfundur: smh

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur var haldinn 6. apríl. Níu gild sölutilboð bárust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en 188 gild kauptilboð.

Þetta er fyrsti markaður ársins og viðskiptin taka gildi frá 1. janúar síðastliðnum og getur kaupandi því nýtt greiðslumarkið á yfirstandandi framleiðsluári.

Sama hámarksverð

Núverandi fyrirkomulag með greiðslumarkað í mjólkurframleiðslu var komið á eftir endurskoðun búvörusamnings um starfsskilyri í nautgriparækt sem hófst árið 2019. Hámarksverð greiðslumarks var ákveðið í júlí á síðasta ári þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga um þrefalt afurðastöðvaverð. Á markaðnum nú var hámarksverð 294 krónur á lítrann, eins og verið hefur á undanförnum mörkuðum, og var ekkert tilboð undir því verði.

Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda nam magn þess greiðslumarks mjólkur sem var í boði 663.754 lítrum, en þess sem óskað var eftir að kaupa 9.157.000 lítrum. Viðskipti voru með 663.590 lítra fyrir rúmar 195 milljónir króna, en í reglum er gert ráð fyrir sérstakri úthlutun til nýliða sem nemur fimm prósentum af sölutilboðum og voru nú 33.176 lítrar. Gild kauptilboð frá nýliðum voru 19.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og alls 150.000 lítrum árlega. Hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila má ekki nema hærra hlutfalli en 1,2 prósentum af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur.

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...