Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Niturbindandi maís
Fréttir 23. ágúst 2018

Niturbindandi maís

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vonir eru bundnar við að nitur­bindandi maís sem finnst í suður­hluta Mexíkó eigi eftir að draga verulega úr áburðarnotkun í landbúnaði og auka stórlega mögu­leika á ræktun í ófrjósömu landi.

Jarðvegur í suðurhluta Mexíkó er víða næringarefnasnauður og sérstaklega er jarðvegurinn fátækur að köfnunarefni, eða nitri. Þrátt fyrir það hefur heimamönnum tekist í aldanna rás að rækta afbrigði af maís sem dafnar ágætlega við þannig aðstæður og nær allt að sex metra hæð.

Loftrætur og niturbindandi bakteríur

Nýlegar rannsóknir á afbrigðinu sýna að maísinn hefur þróað með sér loftrætur sem líkt og rætur belgjurta vinna nitur úr andrúmsloftinu með hjálp niturbindandi baktería. Loftræturnar, sem eru rauðar og allt að fingur að stærð, myndast við blaðaxlir á stofni plantnanna. Ræturnar mynda og eru umluktar slími sem niturbindandi bakteríur lifa í og plantan vinnur nitur úr.

Afbrigðið tekur um átta mánuði að ná fullum froska sem er of langur tími til að hægt sé að rækta það á norðurslóðum.

Plöntuvísindamenn binda vonir við að hægt verði að æxla saman eða með hjálp erfðatækni að flytja niturbindandi eiginleikana yfir á önnur hraðvaxta maísafbrigði sem nýtt eru til matvælaframleiðslu. Verði slíkt gerlegt mun það spara bændum gríðarlegan kostnað við áburðarkaup og áburðargjöf og lækka framleiðslukostnað matvæla. Auk þess sem niturbindandi maís mundi gera bændum í fátækari löndum kleift að rækta maís í meira mæli í ófrjóum jarðvegi og auka þannig fæðuframboð.

Tryggja verður eignarrétt

Áður en kynbætur með niturbindandi maísinn geta hafist verður að tryggja íbúum svæðisins þar sem hann vex lagalegan rétt á erfðaefninu sem það hefur þróað mann fram af manni. Þetta er gert til að fyrirbyggja það sem er kallað „biopiacy“ eða þjófnað á menningatengdri ræktun og þekkingu frumbyggja eða þjóðfélagshópa og tryggja eignarrétt þeirra og þeim hlut í ágóða við ræktun afbrigðisins í framtíðinni.

Fjöldi landsorta órannsakaðar

Maís er upprunninn í Mexíkó og þar er að finna fjölda landsorta sem búa yfir mikilli fjölbreytni sem eftir á að rannsaka. 

Skylt efni: erfðabreytingar | nitur

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi