Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nissan Leaf kostar aðeins  tæpar fjórar og hálfa milljón
Á faglegum nótum 3. júlí 2014

Nissan Leaf kostar aðeins tæpar fjórar og hálfa milljón

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Nokkrir lesendur Bændablaðsins hafa komið að máli við mig og fundist ég ekki vera nógu duglegur að prófa rafmagnsbíla. Ástæðan er einföld, ég hef alltaf horft til rafmagnsbíla sem borgarbíla og litið svo á að þeir séu enn sem komið er ekki hentugir fyrir landsbyggðina og ekki haft álit á þeim sem valkost fyrir landsbyggðina. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér eru komnar og að koma hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla á nokkra staði á landsbyggðinni.

Nissan Leaf valinn bíll ársins 2012

Nissan Leaf er nú auglýstur á sérstöku tilboði og í júní fylgdi með fyrir nýja kaupendur heimahleðslustöð sem kaupauki að verðmæti 250.000. Vegna góðra samninga sem BL náði við framleiðendur hefur Leaf lækkað í verði niður í 4.490.000 (var 4.990.000 fyrir stuttu). Miðað við kauptilboðið í júní er þetta tilboð verulega freistandi (verst að nú er kominn júlí og reynir á samningatækni um hvort hægt sé að vitna til lesturs Bændablaðsins sem skrifaði full seint um þetta tilboð og ná út júnítilboði eftir lestur blaðsins).
Orkuveitan hefur sett upp nokkrar hraðhleðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu; við Kringluna, Smáralind og höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, og hægt er að nálgast lykil að Orkupóstinum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Hef ég heimildir fyrir að á næstunni verði settar upp hraðhleðslustöðvar á nokkrum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Stundum þarf maður að éta ofan í sig fullyrðingar en í þetta sinn með ánægju

Að sitja inni í rafmagnsbíl sem heyrist ekkert í nema hvinurinn í dekkjunum er sérstök tilfinning. Í prufuakstrinum sem ég tók dagpart í Reykjavík fannst vel munurinn á veghljóði þar sem gamalt gróft malbik var og hins vegar nýmalbikuð gata sem ég ók. Ástæða munarins er aðallega gróft malbik sem notað er á Íslandi (mun grófara en erlendis, mér var sagt að það stæðist ekki alheimsstaðla hvað grófleika varðar). Krafturinn í Nissan Leaf er hreint ótrúlegur ef maður er ekki með stillt á að fara sem best með rafmagnið. Mér tókst á þurru malbiki að setja spólvörnina á og viðbragðið úr kyrrstöðu er ekki síðra en á þokkalegum kvartmílubíl og tíminn sem mældur hefur verið á honum í kvartmílukeppni er 17,38 sek. Eftir að hafa séð þessa tölu verð að éta ofan í mig þau sögðu orð að rafmagnsbílar séu kraftlausar druslur.

Hlýtur að vera draumabíll þess sem hlustar mikið á góða tónlist

Ég var yfir mig hrifinn af bílnum í hljóðlausum akstrinum en það eina sem heyrðist var veghljóðið í hjólbörðunum. Því mæli ég með því fyrir eigendur Leaf þegar kemur að vali á hjólbörðum að velja hljóðlátustu dekkin sem fáanleg eru. Að hlusta á útvarpið getur ekki verið tærara hljóð og er hreinn unaður, mundi halda að þetta væri draumabíll þeirra sem hlusta mikið á klassíska og vandaða tónlist. Það eina sem ég gat fundið að bílnum í innanbæjarakstrinum var hversu stórir og breiðir póstarnir á framrúðuhornum bílsins eru. Í 45 gráðu horni til hægri skyggir pósturinn óþægilega mikið á útsýni þegar komið er að gatnamótum (hins vegar er þetta öryggispóstur til varnar veltu og áreksturs farþegum til öryggis).

Tekur 20 mín. að ná 80% hleðslu á hraðhleðslustöðvum

Nissan Leaf er rúmgóður að innan fyrir bæði farþega í aftursætum og framsætum. Í farangursgeymslunni er ágætis pláss (með aftursæti uppi er rýmið 370 lítrar). Nissan Leaf er fyrsti bíllinn sem ég man eftir að hafa keyrt sem er með sætishitara fyrir farþega í aftursætum og svo er í honum upphitað stýri, sem ætti að vera mikill kostur yfir vetrarmánuðina. Útsýni í afturspegli er gott en hliðarspeglarnir mættu vera stærri. Drægni á hverri hleðslu er nálægt 130 til 160 km og með því að koma bílnum í samband á hraðhleðslustöð tekur ekki nema 20 mín. að ná 80% hleðslu. Ég mæli hiklaust með þessum bíl, sérstaklega fyrir þá sem fara sjaldan lengra frá heimili en 50–80 km en þurfa að keyra mikið. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Nissan Leaf á vefsíðunni www.bl.is.

4 myndir:

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...