Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar.
Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildandi sauðfjársamningi búvörusamninga á milli stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands frá 2016.

Sauðfjárbændur hafa undanförnum mánuðum lýst sig andsnúna þessari leið og reynt án árangurs að fá fyrirkomulaginu breytt fyrir endurskoðun samningsins sem verður á þessu ári.

Sérstaklega hefur borið á óánægjuröddum ungra sauðfjárbænda með hið breytta fyrirkomulag, enda er hlutfallslegt eignarhald greiðslumarks mest í þeirra höndum miðað við þá sem eldri eru. Upphaflega átti niðurtröppunin að hefjast árið 2019, en ákveðið var að fresta gildistöku hennar til 1. janúar 2023 vegna slæmrar afkomu í greininni. Í samningnum er gert ráð fyrir að greiðslumarkið falli niður í áföngum út samningstímann, til ársloka árið 2026 þegar það verður að fullu fallið úr gildi.

Ráðuneytið hafði ekki áhuga á breytingum

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að alltaf hafi verið talið að það mætti stöðva niðurtröppunina. „Samtal okkar við ríkið bauð þó aldrei upp á það að finna leiðirnar til þess vegna þess að ráðuneytið hafði ekki áhuga á því að gera þetta fyrir endurskoðun samningsins.

Það hefur þó komið fram hjá ráðuneytinu að það telji að þetta sé þess vert að skoða í endurskoðun og því ekki ástæða hjá okkur til að ætla annað en að við getum komist að samkomulagi um að hverfa frá þessu markmiði samningsins við endurskoðunina og breyta lögum á þann veg að ærgildin falli ekki út á samningstímanum,“ segir Trausti.

Sami heildarstuðningur eftir breytingarnar

Í desember voru yfirvofandi breytingar talsvert í umræðunni meðal bænda. Brást matvælaráðuneytið við með því að gefa út yfirlýsingu þar sem fram kom að Bændasamtök Íslands hefðu tvisvar farið fram á það við matvælaráðherra að vikið verði frá gildandi samningi um niðurtröppunina á þessu ári. Ráðuneytið hafi talið slíkt fara gegn ákvæðum samningsins og gildandi búvörulögum og því ekki fallist á beiðnirnar. Þá var bent á að samningsbundin endurskoðun væri á dagskrá á árinu 2023.

Í yfirlýsingunni leggur ráðuneytið áherslu á að við niðurtröppunina verði engar breytingar á heildarfjárhæðum opinbers stuðnings við sauðfjárrækt.

Hins vegar færist um 1,9 prósent af stuðningi á milli framleiðenda. „Þeir fjármunir sem flytjast af beingreiðslum á næsta ári munu hækka framlög til býlisstuðnings, ullarnýtingar og fjárfestingastuðnings. Það hefur í för með sér að stuðningur hækkar hjá 784 framleiðendum en lækkar á móti hjá 907.

Almennt má segja að þeir hækki sem eiga lítið greiðslumark og öfugt. Meðalásetningshlutfall fyrri hópsins er 1,7 og munu framlög til hans hækka. Hjá seinni hópnum er hlutfallið 0,8 og munu framlög til hans lækka. Heilt yfir dreifist stuðningurinn því jafnar á framleiðendur.

Ekki er aldursmunur milli hópanna tveggja,“ segir í yfirlýsingunni.

Áætlanir aðgengilegar síðar í janúar

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu munu sauðfjárbændur fá upplýsingar um áætlaðar greiðslur ársins síðar í janúarmánuði, ásamt fyrstu greiðslu ársins.

Áætlanir verði birtar stafrænt í Afurð og í pósthólfi hvers og eins á Ísland.is

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...