Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neytendur séu upplýstir
Mynd / HKr.
Skoðun 18. apríl 2017

Neytendur séu upplýstir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innlent eftirlit með matvælaframleiðslu þarf að vera gott sem og reglur um hvernig matvæli eru framleidd. Sama hlýtur þá líka að eiga að gilda um matvæli sem flutt eru til landsins. 
 
Brúneggjamálið svokallaða olli óhug meðal neytenda og skapaði mikla umræðu um meðferð á dýrum. Það hlýtur að vera af hinu góða að neytendur séu ávallt upplýstir um hvernig staðið er að framleiðslu matvæla. Umræðan gerir bændur líka betur meðvitaða um að það er alls ekki sama hvernig staðið er að málum. Dýravelferð er einn angi þeirra hugsunar. 
 
Um leið og íslenskir bændur reyna að fara að settum reglum og vanda öll sín vinnubrögð við matvælaframleiðsluna, þá hljóta þeir eðlilega að gera kröfur um að upplýst sé hvernig staðið er að framleiðslu matvæla sem hingað eru flutt. Nýlegur skandall um kjötframleiðslu í Brasilíu vekur þó spurningar um að víðar kunni að vera maðkur í mysunni. Þar var með skipulegum hætti verið að blanda úldnu kjöti saman við nýtt sem síðan var selt á markaði sem nýtt og ferskt kjöt og að hluta líka til Evrópu. 
Svindlmál af svipuðum toga hafa ítrekað komið upp í Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir öll vottorðin og opinbera stimpla embættismanna sem fylgja afurðum sem oft rata í verslanir á Íslandi, þá er samt  ekkert hægt að fullyrða um raunverulegan uppruna afurðanna. Þannig geta kjúklingar í frystiborði íslenskra verslana, sem sagðir eru frá ESB-landi, hæglega verið komnir frá Taílandi. Eins gæti þýskt nautakjöt verið upprunnið á Spáni eða jafnvel í Brasilíu. Umbúðirnar segja yfirleitt aðeins til um hvar afurðunum er endanlega pakkað. Allt tal um örugga upprunavottun á innfluttum landbúnaðarafurðum er því vægast sagt vafasamt. 
 
Uppvíst hefur orðið um lygar varðandi uppruna á kjöti svo ekki sé talað um að selja hrossakjöt sem nautakjöt og annað í þeim dúr. Slík mál hafa margoft komið upp og frægt var um árið þegar upp komst um framleiðslu á kebab í Þýskalandi úr tugum tonna af dragúldnu kjöti. Eins var með sölu á rifosti í Vestur- Evrópu sem framleiddur var á Ítalíu úr ostum úr vestur-evrópskum verslunum sem átti að fara á haugana.
Þá hafa komið upp mál sem varðar sölu á lífdýrum frá ESB-löndum og m.a. til Tyrklands. Þar var þeim svo slátrað með aðferðum sem ekki er hægt að kalla neitt annað en dýraníð. 
 
Gæði íslenskrar landbúnaðarframleiðslu  eru yfirleitt mjög  mikil. Því miður hafa komið upp undantekningar eins og í brúneggjamálinu, sem kastar rýrð á annars góða heildarímynd. Þar þurfa bændur sem heild stöðugt að vera á tánum og vera tilbúnir að hnippa í félagana ef þeir telja að eitthvað sé að fara úrskeiðis. Þar er enn í fullu gildi máltækið góða, „vinur er sá er til vamms segir“. Því má segja að eftirlitsstofnanir, sem eiga að fylgjast með að farið sé að settum reglum, séu í raun bestu vinir bænda og annarra matvælaframleiðenda. 
 
Það kostar þó mikla fjármuni og vandvirkni að hafa hlutina þannig að matvælaframleiðsla sé eins og best verður á kosið. Það ætti líka að skila sér í hærra afurðaverði en ella. Íslenskir bændur eiga í sífellt harðari samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Það er bara hið besta mál, svo framarlega að þeir standi þar á jafnréttisgrunni. Þannig að íslenskir neytendur séu ávallt upplýstir um raunverulegan uppruna og framleiðsluaðferðir sem liggja að baki innfluttu matvælunum. Þar þyrfti m.a. að upplýsa hvort lyfja- og eiturefnanotkun sem og meðferð dýra sé í samræmi við það sem hér eru gerðar kröfur um. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...