Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir
Fréttir 29. september 2015

Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.

Á heimasíðu Neytendastofu segir að í verðmerkingareftirliti í matvöruverslunum sé kannað hvort vörur séu verðmerktar bæði með söluverði og með einingarverði auk þess sem farið er yfir hvort verð á hillu sé rétt. Þá er skoðað sérstaklega hvernig verðmerkingum með notkun verðskanna er háttað.

Neytendastofa gerði athugasemdir við verðmerkingar í flestum þeirra matvöruverslana sem skoðaðar voru og þegar skoðuninni var fylgt eftir höfðu 19 verslanir, í eigu sjö fyrirtækja, ekki enn gert fullnægjandi umbætur á verðmerkingum. Í flestum verslunum voru gerðar athugasemdir við fjölda ómerktra eða vitlaust verðmerktra vara en einnig höfðu athugasemdir verið gerðar við að einingaverð vantaði í nokkrum verslunum.

Skylda til að verðmerkja söluvörur með söluverði og einingarverði er mjög skýr og því hefur Neytendastofa nú gripið til þess að leggja stjórnvaldssekt á þau sex fyrirtæki sem ekki höfðu lagað verðmerkingar sínar. Það eru fyrirtækin 10-11, Bónus, Iceland, Krónan, Nettó, Plúsmarkaðurinn, Samkaup og Vietnam Market.
 

Ákvarðanirnar má finna hér. 

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...