Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir
Fréttir 29. september 2015

Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.

Á heimasíðu Neytendastofu segir að í verðmerkingareftirliti í matvöruverslunum sé kannað hvort vörur séu verðmerktar bæði með söluverði og með einingarverði auk þess sem farið er yfir hvort verð á hillu sé rétt. Þá er skoðað sérstaklega hvernig verðmerkingum með notkun verðskanna er háttað.

Neytendastofa gerði athugasemdir við verðmerkingar í flestum þeirra matvöruverslana sem skoðaðar voru og þegar skoðuninni var fylgt eftir höfðu 19 verslanir, í eigu sjö fyrirtækja, ekki enn gert fullnægjandi umbætur á verðmerkingum. Í flestum verslunum voru gerðar athugasemdir við fjölda ómerktra eða vitlaust verðmerktra vara en einnig höfðu athugasemdir verið gerðar við að einingaverð vantaði í nokkrum verslunum.

Skylda til að verðmerkja söluvörur með söluverði og einingarverði er mjög skýr og því hefur Neytendastofa nú gripið til þess að leggja stjórnvaldssekt á þau sex fyrirtæki sem ekki höfðu lagað verðmerkingar sínar. Það eru fyrirtækin 10-11, Bónus, Iceland, Krónan, Nettó, Plúsmarkaðurinn, Samkaup og Vietnam Market.
 

Ákvarðanirnar má finna hér. 

 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f