Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neysla á mjólkurfitu  mun aukast næstu áratugi
Fréttir 16. ágúst 2018

Neysla á mjólkurfitu mun aukast næstu áratugi

Ný skýrsla frá Efnahags- og fram­farastofnuninni, OECD, sýnir að neysla á mjólkurfitu hefur aukist til muna undanfarin ár og sú þróun mun halda áfram næstu áratugi. Rannsóknir sem sýna fram á góð áhrif mjólkurfitu í hollu mataræði er talin vera stór áhrifavaldur aukinnar neyslu. Formaður sambands alþjóða mjólkuriðnaðarins, IDF, Caroline Emond, segir skýrsluna innihalda mikilvæg gögn og greiningar og sé góð viðbót við skýrslu sem samtök hennar gefa út árlega. 
 
„Eftirspurn eftir mjólkurvörum í þróunarlöndunum hefur breyst undanfarin ár í átt að smjöri og mjólkurfitu í staðinn fyrir vörur sem byggjast á jurtaolíum. Þessa þróun er hægt að rekja til jákvæðara umtals á hollustu mjólkurfitu og breytingu á smekk,“ segir Caroline Emond. Skýrslan gefur einnig til kynna að verð á smjöri muni áfram haldast hátt en árleg eftirspurn á smjöri er áætlað að hækki um 2,2% á ári næstu árin. 
 
Eftirspurnin eykst mest í Asíu
 
Spáin í skýrslunni bendir einnig til þess að neytendur í þróunarlöndunum muni neyta töluvert meira af smjöri árlega vegna breyttrar neysluhegðunar í stað annarrar olíu og fitu. Því virðist sem nýlegar rannsóknir sem varpa jákvæðara ljósi á hollustu mjólkurfitu ásamt breytingum á smekk og óskum um minna unnin matvæli hafi aukið notkun á smjöri í uppskriftum og í vörum frá bakaríum. 
 
„Þessi þróun er mjög jákvæð og sýnir að jákvæð vísindi hafa áhrif eins og þegar því er haldið fram að neysla á mjólkurvörum eins og mjólk, jógúrti og ostum sem hluti af hollu mataræði geti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Á meðan áætlað er að neysla á mörgum vörum muni halda áfram að fara niður á við á alþjóðavísu heldur OECD því fram að neysla á mjólkurvörum verði undantekning og muni aukast hraðar en fólksfjölgun á næstu áratugum,“ segir Caroline Emond.
 
Samband alþjóða mjólkur­iðnað­arins hvetur OECD og Matvæla- og land­búnað­arstofnunina (FAO), að fylgjast með áhrifum á lækkun verðs til bænda í ljósi mikils kostnaðar við að reka kúabú. Stærstur vaxtamarkaður fyrir mjólkurvörur og eftirspurn er áætlað að muni koma frá Asíu á næstu árum þar sem mesta aukning verður á Indlandi og í Pakistan. 

Skylt efni: mjólkurfita

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara