Netspjall RML í gegnum vefinn
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur nú aukið þjónustu sína við bændur og býður upp á netspjall í gegnum vefinn rml.is frá klukkan 10 til 12 og 13 til 15 alla virka daga.
Í tilkynningu RML kemur fram að þetta sé til viðbótar við þá nýjung sem boðið hefur verið upp á frá áramótum; að hafa beint samband við ráðunaut í gegnum aðalnúmerið 516-5000. Netspjallið sé góð viðbót og miði að því að veita góða og aðgengilega þjónustu.