Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt.
Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt.
Mynd / TB
Líf&Starf 6. júní 2018

Nemendur dvelja í sveit í tvo daga

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Unglingarnir í Grunnskóla Borg­ar­fjarðar á Kleppjárns­reykjum eru allir sendir í sveit á sínum skólaferli til þess að kynna sér störf bænda. Þetta er siður sem hefur tíðkast um árabil en verkefnið, sem kallast „Sérstaða sveitaskóla,“ er unnið í náinni samvinnu bænda og kennara. 
 
Í 8. og 9. bekk dvelja krakkarnir í tvo daga hjá bændum og leysa ákveðin verkefni. Þeim er uppálagt að kynna vistina meðal bekkjarfélaga sinna þegar allt er yfirstaðið. Í síðustu viku fór fram kynning á Kleppjárnsreykjum þar sem unglingarnir sýndu stutt myndbönd sem lýstu sveitadvölinni. Nokkrir bændur komu og endurnýjuðu kynnin við nemendurna og 10. bekkur bauð svo til vöfflukaffis á eftir.
 
Verkefni byggt á gömlum grunni
 
Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur, kennara á Kleppjárnsreykjum, gengur vel að fá bændur til samstarfs og verkefnið er fyrir löngu búið að sanna gildi sitt. „Verkefnið er upprunnið frá Varmalandsskóla um aldamótin síðustu þegar nemendur unglingadeildar þar fóru og kynntust bæði fyrirtækjum og bústörfum á svæðinu í kringum skólann. Verkefnið þróaðist yfir í það að nemendur dvöldu á sveitabæjum í tvo til þrjá daga, kynntust mismunandi landbúnaðargreinum og skiluðu af sér kynningu,“ segir Þóra Geirlaug. 
 
Brýtur upp skólastarfið
 
Þegar Varmalandsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar, fyrrum Andakílsskóli og Kleppjárns­reykjaskóli, voru sameinaðir undir einn hatt Grunnskóla Borgarfjarðar, gekk Kleppjárnsreykjadeildin inn í verkefnið. „Í seinni tíð hefur tíminn styst en nemendur dvelja á sveitabæjum í það sem samsvarar tveimur skóladögum, en þau eru sífellt uppteknari í eigin dagskrá, æfingum og keppnisíþróttum.“
 
Umsjónarkennarar bekkjanna bera hitann og þungann af því að hafa samband við bændur, setja saman verkefni og fleira, en annað starfsfólk og foreldrar hafa aðstoðað með að keyra og sækja börnin á bæina. „Það er mikil ánægja með verkefnið og gefur þetta nemendum tækifæri á að sýna á sér aðra hlið en þau sýna oft í skólastofunni,“ segir Þóra Geirlaug.
 
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir og Magnea Helgadóttir kenna í unglingadeildinni á Kleppjárnsreykjum. 

16 myndir:

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...