Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Neðri-Mýrar
Bóndinn 15. janúar 2015

Neðri-Mýrar

Sindri og Birna keyptu jörðina af fyrri ábúendum árið 2011. 
 
Þau hafa síðan þá unnið að því að auka framleiðslu búsins og bæta aðstöðu, ásamt því að skemmta sér konunglega.
 
Býli:  Neðri-Mýrar.
 
Staðsett í sveit:  Refasveit, Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Sindri Bjarnason og Birna Ágústsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Börnin eru fjögur, Tanja Kristín (13 ára), Atli Þór (8 ára), Arnór Ágúst (6 ára) og Heiða Bjarndís (6 mánaða). Þá búa á heimilinu þrír hundar, tíkin Mia og rakkarnir Snati og Kraftur.
 
Stærð jarðar? Um 450 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 30 kýr, tilheyrandi kálfar, 300 kindur og alltof mikið af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn vinnudagur hefst í fjósi, þá er gefið í fjárhúsum og svo haldið til þeirra verka sem eru helst aðkallandi þann daginn. Vinnudeginum lýkur svo eins og hann byrjar, í fjósi og fjárhúsum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er skemmtilegastur en girðingavinna þykir leiðinlegust.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Börnin verða næstum farin að sjá um þetta, er það ekki?
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í ágætu horfi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ekkert annað hægt en vera bjartsýnn á framtíðina.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum helstu tækifærin liggja í útflutningi á skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, lifrarkæfa, gúrka og hálf krukka af rauðrófum. Hún er reyndar búin að vera þarna mjög lengi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautakjöt og bernaise.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum ekki búið nógu lengi enn þá til að neitt toppi daginn sem við tókum við.

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...