Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Neðri-Mýrar
Bóndinn 15. janúar 2015

Neðri-Mýrar

Sindri og Birna keyptu jörðina af fyrri ábúendum árið 2011. 
 
Þau hafa síðan þá unnið að því að auka framleiðslu búsins og bæta aðstöðu, ásamt því að skemmta sér konunglega.
 
Býli:  Neðri-Mýrar.
 
Staðsett í sveit:  Refasveit, Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Sindri Bjarnason og Birna Ágústsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Börnin eru fjögur, Tanja Kristín (13 ára), Atli Þór (8 ára), Arnór Ágúst (6 ára) og Heiða Bjarndís (6 mánaða). Þá búa á heimilinu þrír hundar, tíkin Mia og rakkarnir Snati og Kraftur.
 
Stærð jarðar? Um 450 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 30 kýr, tilheyrandi kálfar, 300 kindur og alltof mikið af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn vinnudagur hefst í fjósi, þá er gefið í fjárhúsum og svo haldið til þeirra verka sem eru helst aðkallandi þann daginn. Vinnudeginum lýkur svo eins og hann byrjar, í fjósi og fjárhúsum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er skemmtilegastur en girðingavinna þykir leiðinlegust.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Börnin verða næstum farin að sjá um þetta, er það ekki?
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í ágætu horfi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ekkert annað hægt en vera bjartsýnn á framtíðina.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum helstu tækifærin liggja í útflutningi á skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, lifrarkæfa, gúrka og hálf krukka af rauðrófum. Hún er reyndar búin að vera þarna mjög lengi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautakjöt og bernaise.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum ekki búið nógu lengi enn þá til að neitt toppi daginn sem við tókum við.

6 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...