Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Neðri-Mýrar
Bærinn okkar 15. janúar 2015

Neðri-Mýrar

Sindri og Birna keyptu jörðina af fyrri ábúendum árið 2011. 
 
Þau hafa síðan þá unnið að því að auka framleiðslu búsins og bæta aðstöðu, ásamt því að skemmta sér konunglega.
 
Býli:  Neðri-Mýrar.
 
Staðsett í sveit:  Refasveit, Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Sindri Bjarnason og Birna Ágústsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Börnin eru fjögur, Tanja Kristín (13 ára), Atli Þór (8 ára), Arnór Ágúst (6 ára) og Heiða Bjarndís (6 mánaða). Þá búa á heimilinu þrír hundar, tíkin Mia og rakkarnir Snati og Kraftur.
 
Stærð jarðar? Um 450 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 30 kýr, tilheyrandi kálfar, 300 kindur og alltof mikið af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn vinnudagur hefst í fjósi, þá er gefið í fjárhúsum og svo haldið til þeirra verka sem eru helst aðkallandi þann daginn. Vinnudeginum lýkur svo eins og hann byrjar, í fjósi og fjárhúsum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er skemmtilegastur en girðingavinna þykir leiðinlegust.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Börnin verða næstum farin að sjá um þetta, er það ekki?
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í ágætu horfi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ekkert annað hægt en vera bjartsýnn á framtíðina.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum helstu tækifærin liggja í útflutningi á skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, lifrarkæfa, gúrka og hálf krukka af rauðrófum. Hún er reyndar búin að vera þarna mjög lengi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautakjöt og bernaise.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum ekki búið nógu lengi enn þá til að neitt toppi daginn sem við tókum við.

6 myndir:

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...