Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Fréttir 12. júlí 2021

Nautgripabændur í Loftslagsvænum landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur auglýst eftir nautgripabændum til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Verkefnið hófst formlega vorið 2020 þegar fimmtán sauðfjárbændur voru valdir til þátttöku eftir námskeiðahald. Í febrúar á þessu ári bættust fimmtán sauðfjárbú við verkefnið. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Nú er auglýst eftir fimmtán nautgripabúum til þátttöku í allt að fimm ár, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Ýmsir möguleikar skoðaðir til að draga úr losun og auka bindingu

Í verkefninu eru skoðaðir ýmsir möguleikar til að draga úr losun; bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðarefna, möguleikar á ræktun niturbindandi jurta, minni olíunotkun, verndun jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. Til aukinnar kolefnisbindingar eru skoðaðir möguleikar til uppgræðslu, endurheimt skóglendis (birkiskóga og víðikjarrs), skjólbeltaræktun og ræktun hagaskóga og ræktun timburskóga. Auk þess eru þátttakendur hvattir til að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að loftslagsvænum aðgerðum.


Umsóknarfrestur um þátttöku er til 8. ágúst næstkomandi.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara