Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Fréttir 12. júlí 2021

Nautgripabændur í Loftslagsvænum landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur auglýst eftir nautgripabændum til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Verkefnið hófst formlega vorið 2020 þegar fimmtán sauðfjárbændur voru valdir til þátttöku eftir námskeiðahald. Í febrúar á þessu ári bættust fimmtán sauðfjárbú við verkefnið. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Nú er auglýst eftir fimmtán nautgripabúum til þátttöku í allt að fimm ár, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Ýmsir möguleikar skoðaðir til að draga úr losun og auka bindingu

Í verkefninu eru skoðaðir ýmsir möguleikar til að draga úr losun; bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðarefna, möguleikar á ræktun niturbindandi jurta, minni olíunotkun, verndun jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. Til aukinnar kolefnisbindingar eru skoðaðir möguleikar til uppgræðslu, endurheimt skóglendis (birkiskóga og víðikjarrs), skjólbeltaræktun og ræktun hagaskóga og ræktun timburskóga. Auk þess eru þátttakendur hvattir til að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að loftslagsvænum aðgerðum.


Umsóknarfrestur um þátttöku er til 8. ágúst næstkomandi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...