Nútímalegt fjós á lokastigum byggingar.
Nútímalegt fjós á lokastigum byggingar.
Mynd / Úr safni
Fréttir 8. febrúar 2024

Nautgripabændur fjárfest fyrir milljarða í bættum aðbúnaði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls hefur verði úthlutað 1.556.464.916 krónum í fjárfestingastuðning í nautgriparækt frá árinu 2017.

Í yfirliti yfir úthlutun fjárfestingastuðnings og framkvæmdakostnað samkvæmt umsóknum, sundurliðað eftir svæðum búnaðarsambanda, má sjá að 26,85% stuðnings fór til búa í Skagafirði, 26% stuðningsins fór á Suðurland og 22,6% í Eyjafjörð. Heildarfjárfesting búa á árunum 2017–2023 nam rúmum 24,5 milljörðum króna samkvæmt umsóknum en fjárfestingastuðningur fékkst fyrir 6,33 prósentum hennar.

Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa. Stuðningurinn er veittur bæði vegna nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en 10% af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins skv. fjárlögum.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.