Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautaveisla og reyktur lax á kartöfluköku
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 5. desember 2014

Nautaveisla og reyktur lax á kartöfluköku

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er auðvelt að gera bragðgóða nautasteik og um að gera að elda ríflega því nautakjöt er fullkomið á kalda borðið til hátíðabrigða eða bara á samlokur daginn eftir. 
 
Kartöflur eru herramannsmatur og er hægt að gera meira en að borða þær soðnar. Hér á eftir er uppskrift að jólalegu kartöflusalati og kartöflukökum þar sem lax kemur við sögu. Verði ykkur að góðu!
 
Nautahryggur
Fyrir 4–6
 
Hráefni:
  • 1 stk. nautahryggur 
  • 20 g einiber
  • 20 g pipar
  • 20 g salt
  • 2 rif hvítlaukur
  • 1 chili
  • 100 g smjör eða olía 
  • mangó chutney (eftir smekk)
 
Aðferð
Nuddið kjötið með kryddblöndunni og brúnið á háum hita í nokkrar mínútur. Bætið í skornum hvítlauk og gróft söxuðum chili og setjið á álpappír eða í álbakka ásamt smjörklípu eða ögn af olíu. Látið kjötið malla við vægan hita í um 30 mín. eða eftir stærð steikarinnar og smekk. Gott er að nota kjöthitamæli en þegar kjötið er miðlungssteikt er það um 60° C í kjarna. Smyrjið með mangó chutney og ausið hvítlauknum yfir sem er búinn að eldast með í pönnu eða ofnföstu fati. Framreitt með meðlæti að eigin vali eða fersku kartöflusalati.
 
Kartöflusalat með mandarínum og sellerí
Hráefni:
  • 300 g litlar kartöflur
  • 3 msk. Dijon-sinnep
  • 100 ml majónes
  • 2 stk. mandarínur
  • 2 stönglar blaðsellerí
  • 3 sneiðar beikon 
  • 2 stk. vorlaukur 
  • Salt og ferskur malaður svartur pipar 
Aðferð
 
Sjóðið kartöflur, látið malla í 10 til 15 mínútur, þar til soðnar að fullu. Setjið kartöflur í skál og látið þær kólna.
 
Blandið saman dijon-sinnepi, majónesi, beikoni og vorlauk. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk, skreytið með mandarínum og blaðsellerí (sem gott er að skera með grænmetisflysjara).

Kartöfluröstí með reyktum laxi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kartöfluröstí með reyktum laxi
Hráefni:
 
  • 3 miðlungs skrældar kartöflur, rifnar fínt með rifjárni
  • 1 létt þeytt egg
  • 2 matskeiðar hveiti
  • 20 g brætt smjör
  • 1 msk ólífuolía
  • Salt og pipar  
  • Sýrður rjómi
  • Sneiddur reyktur lax 
  • Ferskt dill 
  • Lárpera til skrauts
 
Aðferð
Setjið  kartöflur í sigti og kreistið út alla safa. Sett í skál, bætið í eggi, hveiti og bræddu smjöri. Kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið svo kartöflublöndu og fletjið örlítið með spaða, hér kemur teflon-panna sterk inn svo festist ekki við pönnuna. Eldið í 1–2 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullinn brúnn litur er kominn á kökuna. Endurtakið með restina af kartöflublöndunni og látið kólna örlítið. Toppið hverja kartöflu röstí með doppu af sýrðum rjóma, sneiddum reyktum laxi. Ferskt dill og lárpera til skrauts. Kryddið með svörtum pipar.

2 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...