Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nautasteik, pönnukökur og kartöflupitsa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 18. apríl 2016

Nautasteik, pönnukökur og kartöflupitsa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér er hvítlauksristuð nautasteik, balsamic-ediksgljáð, framreidd með bernaisessósu. Ljúfmeti sem engan svíkur. Það er upplagt að nota gæðakjöt sem álegg á pitsur en þá þarf ekki nema 50 g af kjöti á mann í stað 200 g. Það er gamalt og gott heimilisráð að nota meðlætið sem stærsta hlutann af réttinum til að lækka kostnaðinn en njóta úrvalshráefnis í leiðinni. 
 

 
 
Sem eftirrétt eða í morgunmat á sunnudögum eru pönnukökur alltaf vinsælar. Hér er ljúffeng og einföld pönnukökuuppskrift þar sem bananar, jarðarber og rjómi koma við sögu.
 
Nautasteik með bernaisessósu
 
Fyrir 4
 
Hráefni
  • 2 stk. nautasteikur (til dæmis úr lund)
  • 2 rif hvítlaukur
  • 100 g smjör
  • 1 grein rósmarin
  • 100 ml Balsamic edik
  • 3 stk. eggjarauður
  • 300 ml brætt smjör
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 2 msk. bearnaise kryddlögur 
  • (bearnaise essens)
  • eftir smekk, þurrkað estragon 
  • (má sleppa)
  • 1/2 búnt ferskt estragon
  • eftir smekk salt og pipar 
 
Aðferð
Grillið nautasteikina með hvítlauk og rósmarín. Kryddið með salti og pipar. Í lok eldunartímans er steikin gljáð með balsamic-ediki á disk og látin hvíla  í 10 mínútur. Framreiðið við 60°C í kjarna eða um 2 mín. á hverri hlið.
 
Bernaisessósan er mikil list. Bræðið smjörið, þeytið eggjarauðurnar. Bætið smjöri varlega út í eggjarauðurnar og þeytið vel á meðan. Kryddið með bernaise-essens (kryddlegi), Dijon-sinnepi, sítrónusafa, estragon og salti og pipar eftir smekk.
 
Kartöflupitsa
Hægt er að breyta þessari úrvals flatböku í himnasendingu með að toppa hana með ýmsu kjöti eða salati, jafn vel nauti og bernaise.
 
Hráefni
3 bollar hveiti
1 1/2 tsk. salt
3/4 tsk. sykur
1 bolli kalt vatn
Ólífuolía, til penslunar
1 tsk. þurrger
2 kartöflur, fínt sneiddar (um 2 bollar) 
1/2 laukur, skorinn og hægeldaður í 
smá smjöri eða olíu 
4 msk. extra Virgin ólífuolía
Ferskt rósmarín (valfrjálst)
Sameinið hveiti, 1/2 tsk. salt, sykur og ger í hrærivélaskál. Hellið hægt í 1 bolla af köldu vatni. Hnoðið með krók á lágum hraða þar innihaldsefni koma saman. Haldið áfram að blanda í um 10 mínútur þar til deigið er slétt og fínt.
 
Setjið deigið í olíuborna skál og látið hvíla 2 til 4 klukkustundir þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deigi í tvennt og leyfið því að hvíla þar til deigið tvöfaldast í stærð aftur, að minnsta kosti í 1 klst.
Þegar deigið rís í annað sinn, undirbúið kartöfluflögur. Skerið kartöflur mjög þunnt og leggið í ísvatn til að fjarlægja umframvatnið. Kryddið með 1/2 tsk. af salti og setjið til hliðar í 10 mínútur. Sameinið kartöflur og lauk og eina matskeið ólífuolíu. Setjið til hliðar.
 
Hitið ofn eða pitsustein í botn. Notið lófana til að fletja deigið út.  Dreifið kartöflum á pítsuna. Kryddið með 1/2 tsk. salti og úðið yfir 3 matskeiðum af ólífuolíu og söxuðu rósmarín ef það er við hendina.
 
Bakið kartöflupitsuna þar til  botninn er gullinnbrúnn í um 20 mínútur. Fjarlægið úr ofninum og leyfið að kólna örlítið. Sneiðið og framreiðið, jafnvel með nautalund bernaise eða bara góðu salati.
 
Pönnukökur með jarðarberjum og súkkulaði próteinbombu
 
Hráefni
  • 2 msk. súkkulaði próteinduft
  • 2 matskeiðar sterkja (hveiti, spelt eða annað kornmeti)
  • 2 matskeiðar chia fræ
  • 0,5 tsk. lyftiduft
  • 2 heil egg, létt barin
  • 1 banani, maukaður
  • 4 msk mjólk (hægt að nota Hleðslu og sleppa próteinduftinu)
Sameinið öll þurrefnin í skál með písk eða töfrasprota. Blandið í aðra skál eggjum, maukuðum banana og mjólk. Hellið varlega saman og blandið saman með sleikju. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita, með smá fitu, smjöri eða kókosfitu. Hellið deiginu á pönnuna og bakið þar til loftbólur koma upp á yfirborðið, um 3 mínútur. Snúið við með spaða, og eldið í aðra 2–3 mínútur. Þykktin á deiginu stjórnar þykktinni á pönnukökunum. Það má bæta meiri sterkju eða minnka mjólkina (eftir smekk).
Berið fram með ferskum jarðarberum, bananabitum, rjóma eða sírópi.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...