Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Innlent nautakjöt hefur hækkað vegna afurðaverðshækkunar til nautgripabænda.
Innlent nautakjöt hefur hækkað vegna afurðaverðshækkunar til nautgripabænda.
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðustu mánuðum. Íslenskar vörur hafa hækkað mun meira en innfluttar.

Sérstaka athygli vekur að verð á nautakjöti hefur hækkað mikið og hratt á þessu ári og samkvæmt umfjöllun ASÍ um hækkanirnar þá hafa margar vörur undir nautakjötsflokknum hækkað meira á þessu ári en á átta mánuðum þar á undan. Í yfirliti ASÍ kemur fram að einkum sé það nautahakk og hamborgarar sem hækka hvað mest. Tekin eru dæmi af vörum frá Stjörnunauti, Kjarnafæði og Norðlenska sem hækka á bilinu 20 til 29 prósent frá maí á síðasta ári.

Afurðaverðshækkun til nautgripabænda

Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, sem framleiðir vörur Stjörnunauts, segir að eingöngu sé innflutt nautakjöt í þeirra vörum og verðhækkanirnar skýrist af hækkunum erlendis frá, þær hafi verið miklar á mörkuðum og ekkert lát virðist á þeim.

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis Norðlenska, segir að hækkunin á vöruverði á innlendu nautgripakjöti skýrist af nauðsynlegri og tímabærri afurðaverðshækkun sem varð nýverið til nautgripabænda.

Þá er verðhækkun á eggjum líka athyglisverð – og í umfjöllun ASÍ er gerður samanburður á verðbreytingum á vörum frá Stjörnueggjum og Nesbúi. Verð á Stjörnueggjum hækkaði þannig um níu prósent í maí frá apríl en Nesbú um 0,6 prósent. ASÍ bendir á að uppsöfnuð árshækkun Nesbúeggja sé 6,5 prósent en hjá Stjörnueggjum er hún 8,3 prósent.

Kristín Geirsdóttir hjá Stjörnueggjum segir að skýringar á verðhækkun eggja nýlega séu nokkrar. „Helstu skýringarnar eru þær að egg hafa ekki fylgt neysluverðsvísitölu þegar tekið er fyrir lengra tímabil þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir, sérstaklega hvað varðar húsakost og búnað í tengslum við bann á notkun búra. Það er orðið þannig að húsakostur undir varphænur þarf nánast að vera 50 prósent stærri en var þegar búrin voru ráðandi framleiðslubúnaður.

Þessu til viðbótar þá er vinnan einnig mun meiri í kringum fuglana með þessum nýja búnaði. Svo má nú einnig nefna að áhættan af rekstri fuglabúa er orðin gríðarleg og þá sérstaklega vegna fuglaflensu. Þessi áðurnefndi kostnaður er til viðbótar við þær miklu kostnaðarhækkanir sem hafa verið undanfarið, svo sem vegna launa, umbúða, flutnings og svo mætti lengi telja,“ segir Kristín.

Í umfjöllun ASÍ kemur fram að vísbendingar séu um það að hægjast sé á verðhækkunum í langflestum verslunum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...