Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda.
Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda.
Fréttir 7. júní 2017

Næra landa sína með útrunnum matvælum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Matvörukeðjan OzHarvest í Ástralíu fer með matarsóun upp á næsta plan í starfsemi sinni en matvöruverslanirnar eru starfræktar um allt landið og bjóða einungis upp á útrunnin eða útlitsgölluð matvæli sem annars hefði verið hent. Það sem meira er að það er í höndum viðskiptavina verslananna hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir vöruna, sem sagt, þeir leggja þann pening á borðið sem þeim finnst sanngjarnt fyrir vörurnar.
 
Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda og -sala eins og af ávaxta- og grænmetismörkuðum, stórmörkuðum, hótelum, heildsölum, bændum, veisluþjónustum, verslana­miðstöðvum, kaffihúsum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Þar að auki afhendir fyrirtækið næringarríkan mat frítt til meira en 500 góðgerðarsamtaka um alla Ástralíu. 
 
Þúsund sjálfboðaliðar
 
„Góðgerðar- og velferðarsamtökin sem við gefum mat til eru af ýmsum toga, eins og fyrir heimilislaust fólk, flóttamenn, frumbyggja, miðstöðvar fyrir fólk sem á við áfengis- og vímuefnavanda að etja, fólk sem stríðir við andleg veikindi eða fötlun og aldrað fólk. Við erum með um þúsund sjálfboðaliða um allt land sem hjálpa okkur við smærri og stærri verkefni sem líta öll á það sem mikilvægan þátt að draga úr matarsóun og að útvega mat fyrir þá sem minna mega sín,“ segir Fiona Nearn, upplýsingafulltrúi hjá OzHarvest.
 
Um 60 milljónir máltíða bjargað
 
OzHarvest eru leiðandi samtök í Ástralíu við að bjarga matvælum og er starfrækt í stærstu bæjum landsins ásamt á nokkrum minni svæðum. 
 
Taktu það sem þú þarft og gefðu ef þú getur. 
 
„Frá árinu 2004 höfum við afhent og útvegað yfir 60 milljónir máltíða og bjargað meira en 20 þúsund tonnum af mat sem annars hefðu farið í landfyllingu. Þetta er í raun hugsjón einnar fjölskyldu, þar sem Ronni Kahn var í forsvari og hefur unnið ótrúlegt starf og gerir þetta af mikilli ástríðu. Hugsunin hér er alla daga sú að góðum mat eigi ekki að sóa og að við þurfum hvert og eitt að spila okkar hlutverk í því að hjálpa fólki sem þarf á því að halda og lítum við á það sem samfélagslega ábyrgð okkar,“ útskýrir Fiona og segir jafnframt:
 
„Ronni fékk lögfræðinga í lið með sér í byrjun til að opna augu stjórnvalda fyrir því að leyfa matargjafir af offramleiddum mat til góðgerðarsamtaka. Þessu náðu þeir í gegn árið 2005 og þá fór boltinn að rúlla. Með starfseminni óskar fjölskyldan eftir því að geta útrýmt hungri og matarsóun en einnig að fræða fólk um matarsóun og matarbjörgun, matvælaöryggi og sjálfbærni, gera sem flesta að þátttakendum í verkefninu og einnig nýsköpun sem er hjartað í starfseminni. Hvort sem það er að finna nýjar leiðir eða lausnir til að berjast gegn sóun og hungri eða að nota tækni til að virkja Ástrala í að taka þátt í þýðingarmiklu starfi.“
 
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...