Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda.
Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda.
Fréttir 7. júní 2017

Næra landa sína með útrunnum matvælum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Matvörukeðjan OzHarvest í Ástralíu fer með matarsóun upp á næsta plan í starfsemi sinni en matvöruverslanirnar eru starfræktar um allt landið og bjóða einungis upp á útrunnin eða útlitsgölluð matvæli sem annars hefði verið hent. Það sem meira er að það er í höndum viðskiptavina verslananna hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir vöruna, sem sagt, þeir leggja þann pening á borðið sem þeim finnst sanngjarnt fyrir vörurnar.
 
Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda og -sala eins og af ávaxta- og grænmetismörkuðum, stórmörkuðum, hótelum, heildsölum, bændum, veisluþjónustum, verslana­miðstöðvum, kaffihúsum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Þar að auki afhendir fyrirtækið næringarríkan mat frítt til meira en 500 góðgerðarsamtaka um alla Ástralíu. 
 
Þúsund sjálfboðaliðar
 
„Góðgerðar- og velferðarsamtökin sem við gefum mat til eru af ýmsum toga, eins og fyrir heimilislaust fólk, flóttamenn, frumbyggja, miðstöðvar fyrir fólk sem á við áfengis- og vímuefnavanda að etja, fólk sem stríðir við andleg veikindi eða fötlun og aldrað fólk. Við erum með um þúsund sjálfboðaliða um allt land sem hjálpa okkur við smærri og stærri verkefni sem líta öll á það sem mikilvægan þátt að draga úr matarsóun og að útvega mat fyrir þá sem minna mega sín,“ segir Fiona Nearn, upplýsingafulltrúi hjá OzHarvest.
 
Um 60 milljónir máltíða bjargað
 
OzHarvest eru leiðandi samtök í Ástralíu við að bjarga matvælum og er starfrækt í stærstu bæjum landsins ásamt á nokkrum minni svæðum. 
 
Taktu það sem þú þarft og gefðu ef þú getur. 
 
„Frá árinu 2004 höfum við afhent og útvegað yfir 60 milljónir máltíða og bjargað meira en 20 þúsund tonnum af mat sem annars hefðu farið í landfyllingu. Þetta er í raun hugsjón einnar fjölskyldu, þar sem Ronni Kahn var í forsvari og hefur unnið ótrúlegt starf og gerir þetta af mikilli ástríðu. Hugsunin hér er alla daga sú að góðum mat eigi ekki að sóa og að við þurfum hvert og eitt að spila okkar hlutverk í því að hjálpa fólki sem þarf á því að halda og lítum við á það sem samfélagslega ábyrgð okkar,“ útskýrir Fiona og segir jafnframt:
 
„Ronni fékk lögfræðinga í lið með sér í byrjun til að opna augu stjórnvalda fyrir því að leyfa matargjafir af offramleiddum mat til góðgerðarsamtaka. Þessu náðu þeir í gegn árið 2005 og þá fór boltinn að rúlla. Með starfseminni óskar fjölskyldan eftir því að geta útrýmt hungri og matarsóun en einnig að fræða fólk um matarsóun og matarbjörgun, matvælaöryggi og sjálfbærni, gera sem flesta að þátttakendum í verkefninu og einnig nýsköpun sem er hjartað í starfseminni. Hvort sem það er að finna nýjar leiðir eða lausnir til að berjast gegn sóun og hungri eða að nota tækni til að virkja Ástrala í að taka þátt í þýðingarmiklu starfi.“
 
Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...