Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nær 90% sauðfjárbænda stunda uppgræðslu
Mynd / BBL
Fréttir 9. júní 2017

Nær 90% sauðfjárbænda stunda uppgræðslu

Flestir íslenskir sauðfjárbændur hafa stundað uppgræðslu í einhverri mynd á sínum búskaparferli, samkvæmt nýlegri könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda gerðu meðal félagsmanna sinna. 
 
Spurt var hvort bændur hefðu stundað uppgræðslu í skipulögðum verkefnum eins og Bændur græða landið eða í gegnum gæðastýringu, í staðbundnu uppgræðslufélagi eða á eigin vegum á afrétti eða heimalandi. 89% svöruðu játandi. 
 
 
 Ekki er mikill munur á milli landsfjórðunga en þó svöruðu um 95% bænda á Suðurlandi játandi. Síðasta aldarfjórðung hafa 5–600 bændur árlega tekið þátt í verkefninu Bændur græða landið, sem er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda. 
 
Alls er búið að græða upp eða bjarga um 35 þúsund hekturum lands í gegnum verkefnið. Um sextán hundruð bændur taka þátt í gæðastýringu í sauðfjárrækt en ábyrg landnotkun er eitt af leiðarstefjunum í því verkefni. Frá árinu 2003 er búið að vernda um 300 þúsund hektara og græða upp um 15 þúsund hektara í gegnum gæðastýringuna. 
 
Tilgangurinn með könnuninni var að kanna hug bænda vegna framkvæmdar á framtíðarstefnu Landssamtaka sauðfjárbænda til ársins 2027 þar sem meðal annars er stefnt að því að greinin í heild verði vottuð sjálfbær m.t.t. landnotkunar og annarra þátta. Hluti af þeirri viðleitni er tíu ára samvinnuverkefni með Landgræðslunni og atvinnuvega­ráðuneytinu um kortlagningu gróðurauðlindarinnar sem nýverið var hleypt af stokkunum. Til þess verkefnis renna 300 milljónir króna af nýjum sauðfjársamningi. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður verkefnastjórnar. 
Upplýsingarnar muna auk þess nýtast vegna endurskoðunar búvörusamninga. 
 
Alls bárust 1054 svör í könnuninni og er svörunin framar vonum. Ekki var áberandi munur á svörum þeirra sem svöruðu strax eða eftir að ítrekun var send út. Flestir þeirra sem hafa stundað uppgræðslu, eða 91%, vilja gera meira. Þá lýstu 67% þeirra sem ekki hafa stundað uppgræðslu hingað til vilja til að hefja hana. 
 
 
Flestir bændur vilja rækta skóg
 
Aðspurðir segjast um 39% sauðfjárbænda hafa stundað skógrækt í einhverri mynd, hvort sem er á eigin vegum eða í skipulögðum verkefnum.  Af þessum bændum segjast þrír fjórðu, eða 77%, vilja stunda meiri skógrækt. Um 61% sauðfjárbænda hafa hingað til ekki stundað skógrækt en næstum helmingur þeirra, eða 47%, segjast hins vegar hafa áhuga á því. Þetta rímar vel við markmið Landssamtaka sauðfjárbænda um að greinin í heild sinni verði kolefnisjöfnuð fyrir árið 2027. Þetta markmið er hluti af heildarstefnumótun sem samþykkt var á síðasta aðalfundi samtakanna.
 
 Athygli vekur að í heildina vill ríflegur meirihluti, eða 59% sauðfjárbænda, rækta skóg.  Landssamtökin hafa á undanförnum misserum lagt drög að ýmsum skógræktarverkefnum. Þórarinn Ingi Pétursson, fyrrverandi formaður þeirra, var t.a.m. ötull talsmaður þess að ráðist yrði í nýrækt sérstakra beitarskóga. Yngri bændur hafa meiri áhuga bæði á uppgræðslu og skógrækt í framtíðinni en þeir sem eldri eru.
 
Tekjur og stærð búa breyta litlu
 
Spurt var hversu stórt hlutfall tekna sinna sauðfjárbændur hefðu af sauðfjárrækt. Tilgangurinn var að finna út hvort bændur í blönduðum rekstri hefðu meiri eða minni áhuga á skógrækt og uppgræðslu heldur en þeir sem eru með hrein sauðfjárbú. Þeir sem hafa innan við helming tekna sinna af fé hafa örlítið minni áhuga á uppgræðslu en hinir sem reiða sig á sauðféð. Skógræktaráhugi þeirra sem eru með blönduð bú virðist hins vegar ívið meiri. Um 34% þeirra sem hafa meira en helming tekna sinna af sauðfjárrækt hefur stundað skógrækt og um 53% vilja stunda skógrækt í framtíðinni. Hins vegar hafa um 42% þeirra sem hafa minna en helming tekna sinna af sauðfjárrækt stundað skógrækt og um 62% vilja gera meira í framtíðinni. Svipað er upp á teningnum þegar svörin eru skoðuð út frá stærð búa. Þeir sem eru með færri en 500 fjár hafa svipaðan landgræðsluáhuga og þeir sem eru með fleira fé og áhugi á skógrækt er einnig svipaður. Rúmlega eitt prósent svarenda er með yfir þúsund fjár. Þeir stunda allir uppgræðslu og hafa allir áhuga á að halda því áfram. Einungis 8% þeirra hafa stundað skógrækt en rúmlega helmingur hefur áhuga á því. 
 
Könnun var netkönnun og gerð dagana 9. mars til 29. maí 2017 meðal félagsmanna í Landssamtökum sauðfjárbænda. Svarhlutfall þeirra sem opnuðu könnunina var 90%.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...