Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Naan-brauð og gómsætar samlokur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 28. apríl 2017

Naan-brauð og gómsætar samlokur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Naan-brauð
Þetta naan-brauð er mjög auðvelt að gera og með því betra sem ég hef smakkað. Það er allt annað og betra en tilbúið naan-brauð sem hægt er að kaupa úti í búð. 
 
Hráefni:
  • 150 ml af stofuheitri mjólk
  • 2 tsk. sykur
  • 2 tsk. þurrger
  • 450 g hveiti
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 matskeiðar olía
  • 150 ml jógúrt
  • 1 egg, létt þeytt
 
Aðferð:
Setjið mjólk í skál. Bætið við einni teskeið af sykri og gerinu. Hrærið í blöndunni. Þetta er sett til hliðar í 15–20 mínútur – eða þar til gerið er leyst upp og smá froða hefur myndast.
 
Sigtið hveitið, saltið og lyftiduftið í skál. Bætið einni teskeið af sykri saman við og blandið saman við gerblönduna, ásamt  matarolíu, jógúrt og eggi. Blandið saman og mótið kúlur úr deiginu.
 
Hnoðið í 10 mínútur þar til deigið er slétt og fínt (má hræra í hrærivélinni með krók). Hnoðið í kúlu.
 
Penslið með olíu, setjið það í stóra skál og plastfilmu yfir. Geymið þannig í klukkustund eða þar til kúlan hefur tvöfaldast að stærð.
 
Stillið ofninn á mesta hita. Setjið bökunarplötuna inn í ofninn. 
 
Kýlið niður deigið og hnoðið aftur. Skiptið  í sex jafnar kúlur. Rúllið niður með kökukefli í þær stærðir sem þið óskið, litlar eða stórar.
 
Takið plötuna úr ofninum og setjið deigið á heita plötuna í þrjár mínútur, brauðið mun blása upp. Brúnið undir grilli, eða setjið á útigrill, í um 30 sekúndur.
 
Það má hita naan-brauðin upp í örbylgjuofni í 40 sekúndur eða svo og því er hægt að gera þau töluvert áður en á að borða þau.
 
Kjúklingur „Caesar“ naan eða tacos
 
Hráefni:
  • 6 lítil naan-brauð
  • Tvær eldaðar kjúklingabringur
  • 8 salatblöð, helst stökkt Romaine- salat 
  • 1/3 dl parmesan-ostur, ferskur og rifinn
  • ¼ dl Caesar-dressing (hægt að kaupa eða hræra saman majónes, sýrðan rjóma, limesafa og ferskan parm­e­san-­ost)
  • Ferskur malaður svartur pipar
 
Aðferð:
  • Hitið grill á háum hita.
  • Kryddið kjúklinginn með salti og pipar.
  • Grillið kjúklinginn.
  • Setjið kjúklinginn til hliðar til að hvíla.
  • Grillið naan-brauðið á báðum hliðum.
  • Skerið brauðið þannig að það opnist og setjið salat og kjúkling inn í það.
  • Toppað með Caesar-dressingu og rifnum parmesan-osti.
  • Smá svartan pipar í lokin.
 
Lambalundir tostada með pico de gallo
 
Hráefni:
  • Lambakjöt (til dæmis lambalundir)
  • Pico de gallo: (ferskt salsa)
  • ½ laukur, fínt hakkaður
  • 1 stór tómatur, fínt hakkaður
  • ¼  búnt saxað kóríander
  • ½ jalapeño chili ( eða venjulegt), fínt hakkað
  • 1 lime, safinn
  • Salt, eftir smekk
  • Ostur, rifinn
  • 1 bolli rifið Romaine-salat eða annað gott salat
 
Aðferð:
Hitið ofninn í 200 gráður.
Fyrir pico de gallo: Blandið saman í skál lauk, tómat, kóríander og jalapeño chili pipar. Bætið við limesafa og kryddið til með salti. Setjið til hliðar.
 
Eldið lambasteik þar til hún er fallega brún og elduð í gegn eftir smekk (til dæmis lambalundir sem er mjög fljótlegt). Kryddið með salti og pipar.
 
Hitið naan-brauð  í örbylgjuofni eða á eldavélinni.
 
Til að setja saman:
Brauðið er opnað og inn í það settur rifinn ostur, lambasteik, pico de gallo-salsa og rifið salat.
Njótið strax.
 
Kalkúnasamlokur „caprese“ á  focaccia-brauði
 
Það er auðvelt að kaupa pestó en ef þú vilt gera þitt eigið – sem er alltaf best – blandar þú saman ferskri basiliku, ólífuolíu, furuhnetum, parmesan, hvítlauk og salti. Það er gert annaðhvort í mortéli eða matvinnsluvél þar til blandan er slétt og fín. Það er gott að frysta afganga af pestói í ísmolabökkum. Þá þarf bara að skjóta út teningi af og til þegar gera þarf fljótlega rétti með pestói í – til dæmis pastarétt.
 
Hráefni:
  • 2 stór stykki focaccia-brauð (hægt að gera stórt naan-brauð samkvæmt uppskrift hér til hliðar og pensla með hvítlauksolíu)
  • 1 kjúklingabringa (elduð)
  • 4 sneiðar ferskur mozzarella-ostur, eða litlar kúlur sem fást í flestum búðum
  • 1-2 stórir tómatar, skornir í sneiðar
  • 6 basil lauf
  • 2 msk. pestó (ferskt eða úr dós)
  • salt og pipar, eftir smekk
 
Aðferð:
Skerið hvort stykki af focacciabrauðinu í tvennt og setjið  til hliðar.
 
Forhitið grill á miðlungshita (eða í ofni). Sneiðið kjúklingabringur í tvennt. Grillið kjúklinginn á hvorri hlið í um 4–5 mínútur, þar til eldað í gegn og safinn er glær. Fjarlægið af hita og setjið til hliðar.
 
Penslið focaccia-brauðið og grillaðan kjúklinginn með ½ matskeið af pestói. Raðið svo lagskipt ásamt mozzarella-osti í sneiðum, tómatsneiðum, þremur basilikulaufum, ½ matskeið pestó og loks hinni focaccia-sneiðinni. Endurtakið með restina af  hráefninu.
 
Gott að hita stutt á grilli eða smá inni í ofngrill á miðlungs hita. Eldið þar til brauðið er gullið og osturinn hefur bráðnað. Berið fram strax.
 

3 myndir:

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...