Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mýrdalur 2
Fréttir 7. júní 2018

Mýrdalur 2

Höfundur: smh
Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir búa á bænum Mýrdal 2 í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og reka þar 650 kinda fjárbú. 
 
Býli: Mýrdalur 2.
 
Staðsett í sveit:
Kolbeinsstaðahreppi sem er nú sameinaður Borgarbyggð. 
 
Ábúendur:
Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir en föðurfjölskylda Gísla hefur búið hér frá 1912.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum fjögur börn og fjögur barnabörn.
 
Stærð jarðar? 2.139 hektarar. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 
650 kindur, 8 hross,  4 smalatíkur, einn músaveiðari, 3 hænur og 2 hanar.
 
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Fer eftir árstíð, á veturna er fyrri gjöf gefin fyrir hádegi og seinni gjöf eftir síðdegiskaffi. Annars enginn dagur eins og hver þeirra sérstakur.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast að taka féð inn á haustin og líka að sjá það fara á fjall á vorin. Leiðinlegast að koma þrjósku lambi á spena. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? 
Svipaðan og vonandi komið betra veður. :-)
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Erum glöð ef einhver vill standa í þeim vanþakklátu störfum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, því hann er bestur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Að selja á dýrari markaði sem lúxusvöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk frá Hrauntúni, ostur, smjör og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Léttreyktur ærhryggur og lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þegar Gísli læsti sig fyrir utan bílinn og lét koma með aukalykla, en svo uppgötvaðist að hliðarglugginn var opinn. Einnig þegar hann var að keyra hjólbörur fullar af hrossaskít upp í taðdreifara eftir mjóum planka sem var smá sleipur, skrikaði fótur og lenti með andlitið á kafi í börurnar.
 
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...