Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mýrdalur 2
Fréttir 7. júní 2018

Mýrdalur 2

Höfundur: smh
Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir búa á bænum Mýrdal 2 í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og reka þar 650 kinda fjárbú. 
 
Býli: Mýrdalur 2.
 
Staðsett í sveit:
Kolbeinsstaðahreppi sem er nú sameinaður Borgarbyggð. 
 
Ábúendur:
Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir en föðurfjölskylda Gísla hefur búið hér frá 1912.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum fjögur börn og fjögur barnabörn.
 
Stærð jarðar? 2.139 hektarar. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 
650 kindur, 8 hross,  4 smalatíkur, einn músaveiðari, 3 hænur og 2 hanar.
 
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Fer eftir árstíð, á veturna er fyrri gjöf gefin fyrir hádegi og seinni gjöf eftir síðdegiskaffi. Annars enginn dagur eins og hver þeirra sérstakur.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast að taka féð inn á haustin og líka að sjá það fara á fjall á vorin. Leiðinlegast að koma þrjósku lambi á spena. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? 
Svipaðan og vonandi komið betra veður. :-)
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Erum glöð ef einhver vill standa í þeim vanþakklátu störfum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, því hann er bestur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Að selja á dýrari markaði sem lúxusvöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk frá Hrauntúni, ostur, smjör og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Léttreyktur ærhryggur og lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þegar Gísli læsti sig fyrir utan bílinn og lét koma með aukalykla, en svo uppgötvaðist að hliðarglugginn var opinn. Einnig þegar hann var að keyra hjólbörur fullar af hrossaskít upp í taðdreifara eftir mjóum planka sem var smá sleipur, skrikaði fótur og lenti með andlitið á kafi í börurnar.
 
 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...