Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjöldi manna var handtekinn er upp komst um stóra mútumálið í Brasilíu.
Fjöldi manna var handtekinn er upp komst um stóra mútumálið í Brasilíu.
Fréttir 18. apríl 2017

Mútuðu eftirlitsmönnum til að þegja yfir rotnuðu kjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Tvö stór kjötframleiðslufyrirtæki í Brasilíu mútuðu eftirlitsmönnum til að þegja yfir rotnuðu kjöti á markaðnum. Lögregla framfylgdi skipun dómara um að handtaka á annan tug starfsmanna fyrirtækjanna.
Þetta mál hefur nú leitt til þess að Kínverjar hafa bannað tímabundið innflutning á nautakjöti frá Brasilíu. Það hafa yfirvöld í Suður-Kóreu einnig gert. 
 
Hluti ónýta kjötsins til Evrópu
 
Blairo Maggi, landbúnaðarráðherra Brasilíu, sagði að hann myndi hitta sendiherra og fulltrúa evrópskra kjötiðnaðarfyrirtækja í kjölfar þess að rannsakendur upplýstu að hluti kjötsins hafi verið fluttur til Evrópu. 
 
Yfirvöld segja þetta meiri háttar högg fyrir brasilískan landbúnað sem stjórnvöld hafa reitt sig mjög á til að kljást við verstu efnahagsniðursveiflu í áratugi. 
 
Mikil gagnrýni er á yfirvöld í Evrópusambandinu fyrir að leyfa áframhaldandi innflutning á brasilísku kjöti þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir. 
 
Samtök írskra bænda hafa krafist allsherjarbanns á innflutning á brasilísku kjöti. ESB hefur einungis sagt að þau fyrirtæki sem sannarlega hafa tekið þátt í þessum skandal verði neitað um aðgang að markaði í ESB-ríkjunum. 
 
Svívirðilegt
 
Patrick Kent, forseti samtaka írskra nautgripa- og sauðfjárbænda, segir afstöðu ESB um að gefa Brasilíumönnum annað tækifæri vera svívirðilega. Angus Woods, formaður IFA, segir að írskir bændur eigi að njóta þessa að fara að settum reglum. Svindlið í Brasilíu væri til skammar. 
 
Dómari í Brasilíu hefur sakað landbúnaðarráðuneyti Brasilíu um að hafa svikið þjóðina. Fréttastofur Rauters, AP og Indepentent fjölluðu allar um málið um miðjan mars. Þar kemur fram að hluti mútufjárins sem greiddur var af JSB og BRF var veitt áfram til tveggja stórra stjórnmálaflokka. Þar á meðal til flokks Michel Temer forseta, en  að sögn lögreglu hefur verið unnið að rannsókn málsins í tvö  ár. 
 
Tekið var upp símtal dómsmálaráðherrans Omars Serraglio við meintan forsprakka þessa mútumáls sem býr í Parana í Suður-Brasilíu meðan rannsóknin stóð yfir. Þar nefnir dómsmálaráðherrann þennan eftirlitsmann „mikla foringja“ eða „big boss“. Lögregla segir samt að ekki liggi fyrir nægar sannanir til að hefja opinbera rannsókn á hugsanlegri hlutdeild dómsmálaráðherrans í málinu. 
 
Mauricio Moscardi Grillo, sem unnið hefur að rannsókn málsins í Brasilíu, sagði á fréttamannafundi að tvö kjötpökkunarfyrirtæki hafi notað kemísk efni til að bæta útlit og lykt á útrunnu kjöti. Í það minnsta einn yfirmaður hafi upplýst að úldnu kjöti hafi hafi verið blandað saman við óskemmt kjöt og selt þannig til neytenda. Auk þessa var ódýrara hráefni, eins og hveiti maníókarótar  og vatni, blandað í kjötafurðir sem seldar voru af fyrirtækjunum tveim. Maníórótarhveiti eða kassavamjöl er unnið úr mjölrót, eins og hún er einnig nefnd á íslensku. Sagði Grillo að þrem verksmiðjum fyrirtækjanna hafi þegar verið lokað. 
 
Handtökuskipun var gefin út 
 
Rannsakendur hafa upplýst að skólabörnum í suðurhluta Parana-fylki hafi verið gefið þetta hættulega kjöt. 
 
„Þeim var gefinn matur sem gerður var úr útrunnu og úldnu kjöti og í mörgum tilfellum innihélt krabbameinsvaldandi efni, svo efnahagslegur ávinningur þessara glæpagengja er augljós,“ sagði Mauricio Moscardi Grillo.
 
Hann segir að múturnar sem greiddar voru hafi runnið áfram til tveggja pólitískra flokka, þ.e. til Temer's centrist Brazilian Democratic Movement Party og íhaldsflokksins (Progressive Party) sem er jafnframt hluti af samsteypustjórn forsetans. 
 
Bein sambönd við  landbúnaðarráðuneytið
 
Lögregla segir að kjötpökkunarfyrirtækin hafi haft bein sambönd inn í landbúnaðarráðuneytið. Þannig gátu þeir handvalið eftirlitsmenn til að skoða verksmiðjur þeirra. Eftirlitsmennirnir gáfu síðan út vottorð þrátt fyrir að þeir vissu að varan væri ónýt.
 
Marcos Josegrei da Silva dómari, sem gaf út handtökuskipunina, segir að landbúnaðarráðuneytið væri yfirþyrmandi flækt í þessi svik og spillingu. 
 
„Ráðuneytið var hreinlega tekið í gíslingu af hópi einstaklinga sem ítrekað gengu gegn skyldum sínum gagnvart þjóðinni,“ skrifaði Silva.
 
Fyrirtækin JBS og BRF hafa bæði gefið út yfirlýsingar þar sem þvertekið er fyrir að þau hafi aðhafst nokkuð rangt. Heldur hafi þau einungis farið eftir settum reglum.
 
JBS er eitt stærsta kjötframleiðslufyrirtæki í heimi og framleiðir vörur úr nautakjöti, kjúklingakjöti og svínakjöti. Það rekur um 150 verksmiðjur um allan heim og er með höfuðstöðvar í Sao Paulo í Brasilíu.  
Hitt fyrirtækið, BRF, varð til við samruna tveggja þekktustu kjötframleiðslufyrirtækja Brasilíu, Saida og Perdigao í Santa Catarina í Suður-Brasilíu. BRF framleiðir einnig smjörlíki, pitsur og fleiri fullunna rétti. 
 
Brasilískt kjöt hefur verið selt í 150 löndum vegna meintra gæða. Þessi lönd hafa einnig verið með sína eftirlitsmenn sem eiga að skoða kjötið. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...