Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Músagangur og aflífun meindýra
Á faglegum nótum 12. desember 2014

Músagangur og aflífun meindýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarið hafa borist fregnir um óvanalega mikinn músagang í húsum og er líklegt að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvert hlutverk. Í baráttunni við að halda músagangi í skefjum er rétt að minna á að við eyðingu meindýra er óheimilt að beita aðferðum sem valda þeim óþarfa limlestingum og kvölum.

Einnig skal tryggja að útrýmingarefni valdi ekki tjóni á öðrum dýrum en meindýrum.

Ábendingar hafa undanfarið borist Matvælastofnun um notkun á drekkingargildrum til músaveiða og eru þær ábendingar nú til skoðunar. Því er rétt að minna á að samkvæmt lögum um velferð dýra er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Vandaðar felligildrur tryggja yfirleitt skjóta aflífun músa með sem minnstum sársauka. Þó þarf að vitja þeirra daglega bæði til að aflífa þau dýr sem ekki lenda rétt í gildrunni og einnig til að hún sé virk. Einnig eru til gildrur sem miða að því að fanga mýsnar án þess að valda þeim skaða, svokölluð músahótel, en þeirra þarf að vitja daglega til að aflífa þau dýr sem þar lenda eða sleppa músunum út.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...