Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Músagangur og aflífun meindýra
Á faglegum nótum 12. desember 2014

Músagangur og aflífun meindýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarið hafa borist fregnir um óvanalega mikinn músagang í húsum og er líklegt að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvert hlutverk. Í baráttunni við að halda músagangi í skefjum er rétt að minna á að við eyðingu meindýra er óheimilt að beita aðferðum sem valda þeim óþarfa limlestingum og kvölum.

Einnig skal tryggja að útrýmingarefni valdi ekki tjóni á öðrum dýrum en meindýrum.

Ábendingar hafa undanfarið borist Matvælastofnun um notkun á drekkingargildrum til músaveiða og eru þær ábendingar nú til skoðunar. Því er rétt að minna á að samkvæmt lögum um velferð dýra er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Vandaðar felligildrur tryggja yfirleitt skjóta aflífun músa með sem minnstum sársauka. Þó þarf að vitja þeirra daglega bæði til að aflífa þau dýr sem ekki lenda rétt í gildrunni og einnig til að hún sé virk. Einnig eru til gildrur sem miða að því að fanga mýsnar án þess að valda þeim skaða, svokölluð músahótel, en þeirra þarf að vitja daglega til að aflífa þau dýr sem þar lenda eða sleppa músunum út.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...