Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Munir úr hauskúpum og beini
Fólk 6. maí 2015

Munir úr hauskúpum og beini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hauskúpur og bein vekja áhuga hjá flestum og varla til sá einstaklingur sem ekki stoppar við slíkt rekist hann á það í náttúrunni. Natural Bones Design hefur hafið framleiðslu á list- og nytjahlutum úr hauskúpum og beinum.

Óskar Sigurbjörnsson á Þorgríms­stöðum hefur haft áhuga á beinum og hauskúpum frá því hann var barn og átti gamaldags bú með leggjum og kjálkum þegar hann var krakki. Í dag rekur hann lítið en vaxandi fyrirtæki sem kallast Natural Bones Design og framleiðir list- og nytjamuni úr beinum og hauskúpum íslenskra hús- og villidýra.

Soðið og sótthreinsað

„Vinnslan felst í því að sjóða allt hold utan og innan úr beinunum, sótthreinsa og búa síðan til alls kyns muni úr þeim. Bein og hauskúpur voru í eina tíð vinsælir skrautmunir en hafa horfið í skuggann síðustu áratugina fyrir plasti og alls kyns glingri að mínu mati.

Persónulega finnst mér bein falleg og ég veit að það finnst fleirum. Ég fór því að prófa mig áfram og vinna með beinin og hauskúpurnar og búa til hluti og skreyta.“

Hefur alltaf safnað hausum

Að sögn Óskars skiptir hreinlæti gríðarlega miklu þegar beinin og kúpurnar eru hreinsaðar. „Ég fæ hausa og bein í sláturhúsi og vinnslan er háð ströngum leyfum. Mest eru þetta hausar af sauðfé og bein úr stórgripum eins og nautgripum og hestum en þar sem ég hef stundað refa- og fuglaveiðar í mörg ár hef ég einnig unnið með bein úr þeim og á talsvert safn.

Síðastliðið sumar leituðu tveir einstaklingar til mín og óskuðu eftir að ég hreinsaði fyrir þá hauskúpur. Viðskiptavinunum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan og starfsemin verið að vinda upp á sig.“

Auk þess að vinna muni sjálfur er Óskar í samstarfi við Ljósberann í Reykjanesbæ um framleiðslu á lömpum úr beinum og hann hefur fengið ýmsa listamenn til liðs við sig til að skreyta hauskúpur. Þrír hausar hafa endað í leikhúsi sem leikmunir. „Ég hélt í fyrstu að mínar hugmyndir um hvernig nota má þetta hráefni væru fjölbreytilegar en það er hellingur af fólki með mun frumlegri og ævintýralegri útfærslur en ég.“

Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndir af mununum er bent á síðu Natural Bones Design á Facebook.

Skylt efni: Sauðfé | listmunir

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...