Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mun harðari tollvernd í ESB en á Íslandi
Fréttir 20. mars 2014

Mun harðari tollvernd í ESB en á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Um allan heim tíðkast að ríki verndi og styðji innlenda matvælaframleiðslu, meðal annars með tollvernd. Evrópusambandið (ESB) leggur tolla á nærri tvöfalt fleiri vörutegundir en Ísland. Einnig er það með flókið kerfi innflutningskvóta.


Samkvæmt úttekt Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) á fjölda tollalína, sem einstök lönd hafa heimildir til að leggja magntolla á í innflutningi landbúnaðarvara, þá hefur ESB heimild til að leggja bestukjaratolla á 70% af þeim tollalínum. ESB leggur t.d. hátolla á íslenska skyrið sem þangað er flutt. Á Íslandi nær heimildin einungis til 37,4%. Þetta kemur m.a. fram í úttekt sem ráðgjafar­fyrirtækið Inform ehf. gerði fyrir SAM, Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Flestar landbúnaðarvörur fluttar inn án tolla

Í úttekt Inform kemur fram að tollaumhverfið hér á landi sé með svipuðum hætti og tíðkast í löndunum í kringum okkur þar sem innlend framleiðslu er varin af mikilli festu. Ísland sé þó frábrugðið að því leyti að langflestar landbúnaðarafurðir séu fluttar inn til Íslands án tolla. Það á til dæmis við um allt hveiti, kornvörur, pasta, hrísgrjón, sykur, matarolíur, ávexti og grænmeti frá ESB ríkjunum. Kjöt og mjólkurvörur eru hins vegar háðar tollvernd í samræmi við reglur milliríkjasamninga um vöruflokka sem framleiddir eru í innflutningslandinu.


Vekur þetta athygli í ljósi háværrar gagnrýni á liðnum mánuðum við beitingu innflutningstolla á landbúnaðarvörur. Kallað hefur verið eftir auknu frelsi í þessum efnum og afnámi tolla frá hagsmunaaðilum í verslun og þjónustu sem beita fyrir sig hagsmunabaráttu fyrir neytendur. Einnig hefur stöðugt verið fullyrt að matarkarfan á Íslandi sé dýrari en í öllum löndum sem við miðum okkur við. Tölur Eurostat, hagstofu ESB, sýna hins vegar hið gagnstæða. Meira að segja mjólkin er töluvert ódýrari hér á landi en bæði í Danmörku og í Bretlandi, eins og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda hefur sýnt fram á.


Á Íslandi byggist fyrirkomulag í viðskiptum með landbúnaðarvörur á samningum WTO, samningum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), yfir 20 fríverslunarsamningum EFTA og samningum við Noreg og Færeyjar.

ESB beitir líka útflutningsstyrkjum

Fram kemur að ESB greiðir sérstaka styrki til þess að flytja út framleiðsluvörur sem ekki er not fyrir á heimamarkaði, en þeirri aðferð var hætt á Íslandi fyrir meira en tveimur áratugum og útflutningsstyrkir voru felldir niður árið 1992. Slíkar niðurgreiðslur á útflutning hafa mjög verið gagnrýndar víða um heim vegna skaðlegra áhrifa á atvinnu í þeim ríkjum sem vörurnar eru fluttar til, ekki síst í þróunarríkjum.

90% aðeins til heimabrúks

Aðeins 10% af landbúnaðar-framleiðslu heimsins eru seld á milli ríkja. Hin 90% eru til neyslu og vinnslu á heimamarkaði. Þetta þýðir að aðgengi að landbúnaðarvörum milli landa er mjög takmarkað, sem skýrir vel mikla og vaxandi áherslu þjóða á fæðuöryggi samfara fjölgun mannkyns. Kínverjar hafa t.d. unnið mjög markvisst í þessum málum með kaupum á landbúnaðarlandi og fyrirtækjum um allan heim til að tryggja sínum íbúum aðgengi að mat.

Niðurfelling tolla er yfirleitt samningsatriði í viðskipta­samningum landa á milli. Einhliða niðurfelling Íslands á tollum án þess að nokkuð fengist í staðinn væri því slæmur afleikur að mati skýrsluhöfunda Inform. Eigi að síður eru margir þeirrar skoðunar að tollvernd á landbúnaðarvörum muni minnka á næstu áratugum. Talið er að það muni einkum gerast með mikilli fjölgun tvíhliða samninga sem þjóðríki leggja nú aukna áherslu á, en ekki á vettvangi WTO.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...