Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
MS jók söluverðmæti í júlí um 4 prósent frá fyrra ári
Mynd / BBL
Fréttir 12. ágúst 2016

MS jók söluverðmæti í júlí um 4 prósent frá fyrra ári

Höfundur: smh
Sem kunnugt er sektaði Sam­keppnis­eftir­litið Mjólkur­samsöluna í byrjun júlí síðastliðnum vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Í kjölfarið bárust fréttir af mikilli söluaukningu hjá mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík í júlímánuði. Hjá Mjólkursamsölunni kannast menn ekki við að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi haft neikvæð áhrif á sölutölur í júlí.
 
Jón Axel Pétursson.
Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, segir að góð sala hafi verið á mjólkurvörum í dagvörusölu í síðastliðnum júlímánuði.  „Júlí er stærsti mánuður ársins, eins og í fyrra. Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir sölu að verðmæti 2.063 m.kr. en mánuðurinn endaði í 2.144 m.kr., eða fjórum prósentum yfir áætlun okkar fyrir mánuðinn.  
 
Sé árið í heild frá janúar til júlí skoðað í samanburði við áætlanir okkar fyrir árið, standast áætlanir okkar hvað sölu varðar – bæði hvað varðar birgðavöru og ferskvöru. Þannig voru áætlanir okkar fyrir janúar til júlí 13.114 m.kr. en salan reyndist 13.396 m.kr. – eða 2,1 prósent yfir áætlun í verðmætum.
 
Þegar júlí í ár og júlí í fyrra eru skoðaðir saman verður að taka mið af fjölda söludaga sem hefur mikil áhrif á veltu ferskra vara eins og hjá okkur.
 
Í júlí í fyrra voru 24,6 söludagar á móti 23 söludögum í ár og það hefur áhrif á þennan samanburð, en við tökum tillit til þessa við áætlanagerðina. Salan í júlí núna var engu að síður 2.144 m.kr. á móti 2.062 m.kr. í fyrra – eða fjögur prósent meiri. Með sama hætti verður ágúst með fleiri söludögum núna heldur en í fyrra.“
 
Jón Axel segir erfitt að fullyrða að úrskurðurinn hafi engin áhrif haft á söluna. „Við vitum ekki hver salan væri ef hann hefði ekki komið til. Það sem við horfum fyrst og fremst á, er að ná þeim sölumarkmiðum (í magni og verðmætum) sem sett eru fram í söluáætlun ársins og úrskurðurinn hefur, í það minnst hingað til, ekki haft neikvæð áhrif því sölumarkmið ársins hafa náðst.“
 
Mikil söluaukning hjá Örnu
 
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir að aðeins sé farið að hægja á söluaukningunni á eftir mikla aukningu í júlí – sérstaklega í drykkjarmjólkinni þar sem salan áttfaldaðist. „Í þessari viku er aukningin fjórföld sem ég hef trú á að haldist áfram. Yfir heildina tvöfaldaðist salan og endar líklega í 40 prósenta aukningu þegar rykið sest.
 
Hálfdán Óskarsson.
Núna í næstu viku setjum við á markað hreina gríska jógúrt sem ætluð er til matargerðar, í september kemur Grísk haustjógúrt  sem við bragðbætum með íslenskum aðalbláberjum. Síðan er stefnan að fjölga bragðtegundum í þeim vörum sem við erum nú þegar með auk þess sem við erum að hefja framleiðslu á laktósafríum ís.
 
Að sögn Hálfdánar hefur ekki verið vandamál að fá mjólk, vegna söluaukningarinnar. „Hrámjólkin kemur héðan af svæðinu en ef vantar meira þá er það keyrt úr Dölunum. Mjólkursamsalan hefur keyrt hana hingað vestur þegar þörf hefur verið á. 
 
Hillupláss fyrir okkar vörur hefur aukist með meiri sölu, síðan er það eilíf barátta að halda sínu plássi á milli áfyllinga. MS hefur öflugt gengi sem er að vinna úti í búðunum og ef okkar vörur klárast eru þeir fljótir að setja sínar vörur þar ef búðarfólkið passar ekki upp á,“ segir Hálfdán.
Hann segir að á þessu ári hafi Arna þurft að fjölga starfsmönnum jafnt og þétt og ljóst sé að fjölga þurfi starfsmönnum einnig í haust. 
 
Öll lífrænt vottuð mjólk er nú þegar nýtt
 
Helgi Rafn Gunnarsson er framkvæmdastjóri BioBús, sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænt vottuðum mjólkurafurðum. Hann segist hafa fundið fyrir aukinni sölu í júlí, en hún sé ekki nema um 20 prósent og væri meiri ef lagerinn hefði ekki klárast fljótlega eftir að umræðan fór af stað í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins. Nú er verk­efni okkar að skammta vörur í verslanir og lágmarka vöruskort í verslunum.
 
Vaxtamöguleikar okkar eru mjög takmarkaðir þar sem við nýtum nú þegar alla lífræna mjólk sem er í boði. Verkefni dagsins er að finna framsýnan jákvæðan bónda sem er til í að skipta úr hefðbundinni framleiðslu yfir í lífræna.“ 

4 myndir:

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.