MS félagi í Viðskiptaráði
Mjólkursamsalan (MS) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.
Egill Sigurðsson stjórnarformaður MS og bóndi á Berustöðum segir að með því að gerast aðili að Viðskiptaráði sé Mjólkursamsalan að gera rödd landbúnaðar á Íslandi meira gildandi. „Við erum ákveðnir í að láta rödd MS hljóma sem víðast og hvort sem það er í Viðskiptaráði eða annarsstaðar í samtökum atvinnurekenda. Enda ekki ástæða til að láta aðra stjórna umræðunni um landbúnaðarmál enda full ástæða til að leiðrétta hana á köflum.“